Innlent

Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði

Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Tilkynning þess efnis að maður væri látinn barst lögreglu um þrjúleytið. Konan sem er í haldi er fædd árið 1959.
Tilkynning þess efnis að maður væri látinn barst lögreglu um þrjúleytið. Konan sem er í haldi er fædd árið 1959. Vísir/Anton Brink

Kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að það verði ekki ljóst fyrr en búið verði að kryfja líkið.

Aðspurður hvort banavopnið hafi fundist á vettvangi segir Kristján Ingi það ekki alveg liggja fyrir.

Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. Vettvangsrannsókn er lokið og reiknað er með því að yfirheyrsla yfir konunni fari fram í kvöld. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir henni.

Tilkynning þess efnis að maður væri látinn barst lögreglu um þrjúleytið. Konan sem er í haldi er fædd árið 1959.

Uppfært klukkan 23:28

Kristján Ingi segir að ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir konunni muni liggja fyrir á morgun. Hann gat ekki staðfest við fréttastofu hvort yfirheyrslum yfir henni væri lokið eður ei.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.