Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 17:47 Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi þrátt fyrir að það væri ólöglegt. Konan segist fyrst hafa hugsað um að gerast staðgöngumóðir eftir að hún átti sjálf barn fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa kynnt sér málið datt hún niður á lokaða Facebooksíðu í byrjun árs 2012 þar sem hjón óskuðu eftir staðgöngumóður. Í maí á þessu ári var svo ákveðið að staðgöngumóðirin og konan, sem setti inn auglýsinguna, færu til Grikklands þar sem fyrri tilraunin var gerð. Hjónin höfðu nokkrum árum fyrr farið þangað, í sama tilgangi með annarri staðgöngumóður, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það varð aftur raunin. „Það voru aldrei efasemdir um það að ég vildi þetta. Ég efaðist aldrei um það og það var enginn léttir, ekki nokkur einasti léttir sem kom yfir þegar ég komst að því að ég varð ekki ófrísk,“ segir staðgöngumóðirin. Eftir að konurnar komu heim var ákveðið að gera aðra tilraun á Íslandi, þrátt fyrir að það væri í raun ólöglegt. Til að geta farið í meðferðir í Art Medica þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir. Hjónin skildu að nafninu til og konurnar skráðu sig í sambúð og þóttust þannig vera lesbískt par. „Í síðara skiptið þá er það orðið úr að við erum búnar að skrá okkur í sambúð því það er eina leiðin tilað geta gert þetta hér á landi með tilheyrandi réttaröryggi. Við vorum þarna á pappírum lessur, eða í sambúð, og í skjóli þess að vera þarna löglegar á þessum pappírum þá gerum við aðra tilraun sem reyndar ekki tekst heldur,“ segir konan. Hún telur mjög mikilvægt að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi, ekki síst vegna þess að glufur eru í kerfinu. „Það er hægt að fara framhjá kerfinu og það er ákveðin úrlausnarvandi sem að því getur fylgt að réttarstaðan sé ekki skilgreind. Þetta er jafnréttismál. Ég var alltaf alveg ákveðin í því að ég vildi gera þetta aftur. Ef að mínar aðstæður leyfa, eða umhverfið og umgjörðin leyfir, þá er ég ennþá til í að gera þetta þrátt fyrir að hafa gert núna fleiri en eina tilraun.“ Hjónin höfðu nokkrum sinnum á átta ára tímabili auglýst eftir staðgöngumóður í gegnum netið. Þau ákváðu að fara þá leið eftir að dóttir þeirra fæddist og ljóst varð að konan gæti ekki gengið með fleiri börn. Dótturina átti hún með glasafrjóvgun, og því voru til fósturvísar. Um tuttugu konur hafa haft samband við þau í gegnum auglýsingarnar. Engin þeirra sem vildi gerast staðgöngumóðir þekkti þau hjón persónulega og skýrt var tekið fram þeim auglýsingum sem settar voru upp að enginn hagnaður yrði af ferlinu. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi þrátt fyrir að það væri ólöglegt. Konan segist fyrst hafa hugsað um að gerast staðgöngumóðir eftir að hún átti sjálf barn fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa kynnt sér málið datt hún niður á lokaða Facebooksíðu í byrjun árs 2012 þar sem hjón óskuðu eftir staðgöngumóður. Í maí á þessu ári var svo ákveðið að staðgöngumóðirin og konan, sem setti inn auglýsinguna, færu til Grikklands þar sem fyrri tilraunin var gerð. Hjónin höfðu nokkrum árum fyrr farið þangað, í sama tilgangi með annarri staðgöngumóður, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það varð aftur raunin. „Það voru aldrei efasemdir um það að ég vildi þetta. Ég efaðist aldrei um það og það var enginn léttir, ekki nokkur einasti léttir sem kom yfir þegar ég komst að því að ég varð ekki ófrísk,“ segir staðgöngumóðirin. Eftir að konurnar komu heim var ákveðið að gera aðra tilraun á Íslandi, þrátt fyrir að það væri í raun ólöglegt. Til að geta farið í meðferðir í Art Medica þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir. Hjónin skildu að nafninu til og konurnar skráðu sig í sambúð og þóttust þannig vera lesbískt par. „Í síðara skiptið þá er það orðið úr að við erum búnar að skrá okkur í sambúð því það er eina leiðin tilað geta gert þetta hér á landi með tilheyrandi réttaröryggi. Við vorum þarna á pappírum lessur, eða í sambúð, og í skjóli þess að vera þarna löglegar á þessum pappírum þá gerum við aðra tilraun sem reyndar ekki tekst heldur,“ segir konan. Hún telur mjög mikilvægt að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi, ekki síst vegna þess að glufur eru í kerfinu. „Það er hægt að fara framhjá kerfinu og það er ákveðin úrlausnarvandi sem að því getur fylgt að réttarstaðan sé ekki skilgreind. Þetta er jafnréttismál. Ég var alltaf alveg ákveðin í því að ég vildi gera þetta aftur. Ef að mínar aðstæður leyfa, eða umhverfið og umgjörðin leyfir, þá er ég ennþá til í að gera þetta þrátt fyrir að hafa gert núna fleiri en eina tilraun.“ Hjónin höfðu nokkrum sinnum á átta ára tímabili auglýst eftir staðgöngumóður í gegnum netið. Þau ákváðu að fara þá leið eftir að dóttir þeirra fæddist og ljóst varð að konan gæti ekki gengið með fleiri börn. Dótturina átti hún með glasafrjóvgun, og því voru til fósturvísar. Um tuttugu konur hafa haft samband við þau í gegnum auglýsingarnar. Engin þeirra sem vildi gerast staðgöngumóðir þekkti þau hjón persónulega og skýrt var tekið fram þeim auglýsingum sem settar voru upp að enginn hagnaður yrði af ferlinu.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira