Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 17:47 Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi þrátt fyrir að það væri ólöglegt. Konan segist fyrst hafa hugsað um að gerast staðgöngumóðir eftir að hún átti sjálf barn fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa kynnt sér málið datt hún niður á lokaða Facebooksíðu í byrjun árs 2012 þar sem hjón óskuðu eftir staðgöngumóður. Í maí á þessu ári var svo ákveðið að staðgöngumóðirin og konan, sem setti inn auglýsinguna, færu til Grikklands þar sem fyrri tilraunin var gerð. Hjónin höfðu nokkrum árum fyrr farið þangað, í sama tilgangi með annarri staðgöngumóður, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það varð aftur raunin. „Það voru aldrei efasemdir um það að ég vildi þetta. Ég efaðist aldrei um það og það var enginn léttir, ekki nokkur einasti léttir sem kom yfir þegar ég komst að því að ég varð ekki ófrísk,“ segir staðgöngumóðirin. Eftir að konurnar komu heim var ákveðið að gera aðra tilraun á Íslandi, þrátt fyrir að það væri í raun ólöglegt. Til að geta farið í meðferðir í Art Medica þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir. Hjónin skildu að nafninu til og konurnar skráðu sig í sambúð og þóttust þannig vera lesbískt par. „Í síðara skiptið þá er það orðið úr að við erum búnar að skrá okkur í sambúð því það er eina leiðin tilað geta gert þetta hér á landi með tilheyrandi réttaröryggi. Við vorum þarna á pappírum lessur, eða í sambúð, og í skjóli þess að vera þarna löglegar á þessum pappírum þá gerum við aðra tilraun sem reyndar ekki tekst heldur,“ segir konan. Hún telur mjög mikilvægt að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi, ekki síst vegna þess að glufur eru í kerfinu. „Það er hægt að fara framhjá kerfinu og það er ákveðin úrlausnarvandi sem að því getur fylgt að réttarstaðan sé ekki skilgreind. Þetta er jafnréttismál. Ég var alltaf alveg ákveðin í því að ég vildi gera þetta aftur. Ef að mínar aðstæður leyfa, eða umhverfið og umgjörðin leyfir, þá er ég ennþá til í að gera þetta þrátt fyrir að hafa gert núna fleiri en eina tilraun.“ Hjónin höfðu nokkrum sinnum á átta ára tímabili auglýst eftir staðgöngumóður í gegnum netið. Þau ákváðu að fara þá leið eftir að dóttir þeirra fæddist og ljóst varð að konan gæti ekki gengið með fleiri börn. Dótturina átti hún með glasafrjóvgun, og því voru til fósturvísar. Um tuttugu konur hafa haft samband við þau í gegnum auglýsingarnar. Engin þeirra sem vildi gerast staðgöngumóðir þekkti þau hjón persónulega og skýrt var tekið fram þeim auglýsingum sem settar voru upp að enginn hagnaður yrði af ferlinu. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi þrátt fyrir að það væri ólöglegt. Konan segist fyrst hafa hugsað um að gerast staðgöngumóðir eftir að hún átti sjálf barn fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa kynnt sér málið datt hún niður á lokaða Facebooksíðu í byrjun árs 2012 þar sem hjón óskuðu eftir staðgöngumóður. Í maí á þessu ári var svo ákveðið að staðgöngumóðirin og konan, sem setti inn auglýsinguna, færu til Grikklands þar sem fyrri tilraunin var gerð. Hjónin höfðu nokkrum árum fyrr farið þangað, í sama tilgangi með annarri staðgöngumóður, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það varð aftur raunin. „Það voru aldrei efasemdir um það að ég vildi þetta. Ég efaðist aldrei um það og það var enginn léttir, ekki nokkur einasti léttir sem kom yfir þegar ég komst að því að ég varð ekki ófrísk,“ segir staðgöngumóðirin. Eftir að konurnar komu heim var ákveðið að gera aðra tilraun á Íslandi, þrátt fyrir að það væri í raun ólöglegt. Til að geta farið í meðferðir í Art Medica þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir. Hjónin skildu að nafninu til og konurnar skráðu sig í sambúð og þóttust þannig vera lesbískt par. „Í síðara skiptið þá er það orðið úr að við erum búnar að skrá okkur í sambúð því það er eina leiðin tilað geta gert þetta hér á landi með tilheyrandi réttaröryggi. Við vorum þarna á pappírum lessur, eða í sambúð, og í skjóli þess að vera þarna löglegar á þessum pappírum þá gerum við aðra tilraun sem reyndar ekki tekst heldur,“ segir konan. Hún telur mjög mikilvægt að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi, ekki síst vegna þess að glufur eru í kerfinu. „Það er hægt að fara framhjá kerfinu og það er ákveðin úrlausnarvandi sem að því getur fylgt að réttarstaðan sé ekki skilgreind. Þetta er jafnréttismál. Ég var alltaf alveg ákveðin í því að ég vildi gera þetta aftur. Ef að mínar aðstæður leyfa, eða umhverfið og umgjörðin leyfir, þá er ég ennþá til í að gera þetta þrátt fyrir að hafa gert núna fleiri en eina tilraun.“ Hjónin höfðu nokkrum sinnum á átta ára tímabili auglýst eftir staðgöngumóður í gegnum netið. Þau ákváðu að fara þá leið eftir að dóttir þeirra fæddist og ljóst varð að konan gæti ekki gengið með fleiri börn. Dótturina átti hún með glasafrjóvgun, og því voru til fósturvísar. Um tuttugu konur hafa haft samband við þau í gegnum auglýsingarnar. Engin þeirra sem vildi gerast staðgöngumóðir þekkti þau hjón persónulega og skýrt var tekið fram þeim auglýsingum sem settar voru upp að enginn hagnaður yrði af ferlinu.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent