Þú bara stjórnar þessu karlinn minn | Umræða um atvik gærkvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 09:00 Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir leiki gærkvöldsins í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport og tóku meðal annars fyrir atvik kvöldsins. Enski dómarinn Mark Clattenburg dæmdi þá mark af Porto í 1-1 jafntefli liðsins á móti Basel í Sviss og strákarnir fóru vel yfir þá ákvörðun en dómarar leiksins tóku sér talsverðan tíma til að komast að niðurstöðu. Casemiro skoraði markið sem aldrei var dæmt og fékk að fagna því í smá tíma því aðstoðardómarinn eða aðaldómarinn virtust í fyrstu ekki gera athugasemd við markið. „Það er vinur okkar, sprotadómarinn Kevin Friend, sem sér þetta. Þetta hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en þeir eru bara fyrir Vaclik í markinu," sagði Hjörvar Hafliðason. „Mér finnst þetta frábær ákvörðun," sagði Arnar Gunnlaugsson og bætti seinna við: „Clattenburg sér þetta og línuvörðurinn sér þetta en sjá hvorugur ástæðu til að gera neitt. Sprotadómarinn er í bestu aðstöðunni. Svona á leikurinn að vera. Þetta er sameiginleg ákvörðun allra dómaranna og það er bara fínt því þetta er hárrétt ákvörðun," sagði Arnar. Strákarnir ræddu nokkur önnur svona mörk og þar á meðal markið sem Ander Herrera skoraði fyrir Manchester United í enska bikarnum á mánudagskvöldið. „Þetta er öðruvísi en við erum samt að tala um sömu reglu. Þetta er spurningin um hvort hann fipi markvörðinn eða hindri hann einhvern veginn í sínum störfum," sagði Hjörvar á meðan markið var sýnt. „Þetta er túlkunaratriði hjá þeim sem dæmir leikinn. Í þessu tilfelli er ég mjög hrifinn af því að hann dæmi mark. Mér fannst Rooney ekki hafa svakaleg áhrif á markvörðinn eins og var í Basel-leiknum. Þetta er rosaleg ábyrgð hjá dómara: Hvenær á ég að gera þetta og hvenær ekki. Lögin eru svona hmmm. Þú bara stjórnar þessu karlinn minn," sagði Arnar. Það er hægt að sjá alla umræðuna um markið hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira
Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir leiki gærkvöldsins í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport og tóku meðal annars fyrir atvik kvöldsins. Enski dómarinn Mark Clattenburg dæmdi þá mark af Porto í 1-1 jafntefli liðsins á móti Basel í Sviss og strákarnir fóru vel yfir þá ákvörðun en dómarar leiksins tóku sér talsverðan tíma til að komast að niðurstöðu. Casemiro skoraði markið sem aldrei var dæmt og fékk að fagna því í smá tíma því aðstoðardómarinn eða aðaldómarinn virtust í fyrstu ekki gera athugasemd við markið. „Það er vinur okkar, sprotadómarinn Kevin Friend, sem sér þetta. Þetta hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en þeir eru bara fyrir Vaclik í markinu," sagði Hjörvar Hafliðason. „Mér finnst þetta frábær ákvörðun," sagði Arnar Gunnlaugsson og bætti seinna við: „Clattenburg sér þetta og línuvörðurinn sér þetta en sjá hvorugur ástæðu til að gera neitt. Sprotadómarinn er í bestu aðstöðunni. Svona á leikurinn að vera. Þetta er sameiginleg ákvörðun allra dómaranna og það er bara fínt því þetta er hárrétt ákvörðun," sagði Arnar. Strákarnir ræddu nokkur önnur svona mörk og þar á meðal markið sem Ander Herrera skoraði fyrir Manchester United í enska bikarnum á mánudagskvöldið. „Þetta er öðruvísi en við erum samt að tala um sömu reglu. Þetta er spurningin um hvort hann fipi markvörðinn eða hindri hann einhvern veginn í sínum störfum," sagði Hjörvar á meðan markið var sýnt. „Þetta er túlkunaratriði hjá þeim sem dæmir leikinn. Í þessu tilfelli er ég mjög hrifinn af því að hann dæmi mark. Mér fannst Rooney ekki hafa svakaleg áhrif á markvörðinn eins og var í Basel-leiknum. Þetta er rosaleg ábyrgð hjá dómara: Hvenær á ég að gera þetta og hvenær ekki. Lögin eru svona hmmm. Þú bara stjórnar þessu karlinn minn," sagði Arnar. Það er hægt að sjá alla umræðuna um markið hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira