„Suge“ Knight ákærður fyrir morð Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2015 15:27 Marion „Suge“ Knight gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa ekið yfir tvo menn. Vísir/AP Rapp-útgefandinn fyrrverandi, „Suge“ Knight hefur verið ákærður fyrir morð, morðtilraun og fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og stinga af. Talið er að réttarhöldin yfir honum hefjist í dag. Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. Vinur hans lét lífið. Lögmaður Knight segir hann hafa ekið yfir mennina fyrir slysni, þar sem hann hafi verið á flótta undan árásarmönnum. Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir atvikið.AP fréttaveitan segir frá því að upprunalega hafi trygging verið sett á tvær milljónir dala en hún hafi verið dregin til baka. Ástæða þess er að hann er talinn líklegur til að leggja á flótta og getur ógnað vitnum. Þegar hann keyrði yfir mennina á fimmtudaginn gekk hann laus gegn tryggingu vegna ráns. Knight var hluti af einum frægustu átökum rappheimsins á milli Tupac Shakur og Biggie Smalls. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás, þegar hann og Tupac gengu í skrokk á manni á hóteli í Las Vegas árið 1996. Skömmu eftir það atvik var Tupac skotinn til bana þar sem hann sat í bíl Knight í Las Vegas.Reifst við þann sem lést Samkvæmt lögreglunni heimsótti Knight upptökustað myndarinnar Straight Outta Compton, þar sem hann fór að rífast við hinn 51 árs gamla Cle „Bone“ Sloan. Á endanum var Knight beðinn um að yfirgefa svæðið af lögreglumönnum sem sinntu þar öryggisgæslu. Rifrildi mannanna hófst aftur nokkra kílómetra í burtu en þar skiptust Knight og Sloan á höggum í gegnum rúðu pallbíls Knight. Þá keyrði hann yfir mennina. Lögmaður Knight segir þetta ekki vera rétt. Hann segir að Sloan hafi ráðist á Knight ásamt þremur öðrum mönnum. Að Sloan hafi beðið Knight um að hitta sig og hafi svo setið fyrir honum. Knight hafi óttast um líf sitt og óvart keyrt yfir mennina tvo við að reyna að komast undan. Verði Knight sakfelldur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem um væri að ræða þriðja dóm hans. Tengdar fréttir Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Sjá meira
Rapp-útgefandinn fyrrverandi, „Suge“ Knight hefur verið ákærður fyrir morð, morðtilraun og fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og stinga af. Talið er að réttarhöldin yfir honum hefjist í dag. Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. Vinur hans lét lífið. Lögmaður Knight segir hann hafa ekið yfir mennina fyrir slysni, þar sem hann hafi verið á flótta undan árásarmönnum. Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir atvikið.AP fréttaveitan segir frá því að upprunalega hafi trygging verið sett á tvær milljónir dala en hún hafi verið dregin til baka. Ástæða þess er að hann er talinn líklegur til að leggja á flótta og getur ógnað vitnum. Þegar hann keyrði yfir mennina á fimmtudaginn gekk hann laus gegn tryggingu vegna ráns. Knight var hluti af einum frægustu átökum rappheimsins á milli Tupac Shakur og Biggie Smalls. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás, þegar hann og Tupac gengu í skrokk á manni á hóteli í Las Vegas árið 1996. Skömmu eftir það atvik var Tupac skotinn til bana þar sem hann sat í bíl Knight í Las Vegas.Reifst við þann sem lést Samkvæmt lögreglunni heimsótti Knight upptökustað myndarinnar Straight Outta Compton, þar sem hann fór að rífast við hinn 51 árs gamla Cle „Bone“ Sloan. Á endanum var Knight beðinn um að yfirgefa svæðið af lögreglumönnum sem sinntu þar öryggisgæslu. Rifrildi mannanna hófst aftur nokkra kílómetra í burtu en þar skiptust Knight og Sloan á höggum í gegnum rúðu pallbíls Knight. Þá keyrði hann yfir mennina. Lögmaður Knight segir þetta ekki vera rétt. Hann segir að Sloan hafi ráðist á Knight ásamt þremur öðrum mönnum. Að Sloan hafi beðið Knight um að hitta sig og hafi svo setið fyrir honum. Knight hafi óttast um líf sitt og óvart keyrt yfir mennina tvo við að reyna að komast undan. Verði Knight sakfelldur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem um væri að ræða þriðja dóm hans.
Tengdar fréttir Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Sjá meira
Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45
„Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11