Tsipras þreytir frumraun sína í Brussel Atli ísleifsson skrifar 4. febrúar 2015 13:39 Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum. Vísir/AFP Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum og hlátrasköllum þegar Juncker tók í hönd Tsipras og leiddi hann inn í fundarherbergið að lokinni myndatöku, líkt og faðir að leiða son sinn fyrsta skóladaginn. Að fundi loknum sagðist Tsipras vera bjartsýnn á að samkomulag myndi nást um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins. „Við virðum reglur Evrópusambandsins. Ég er mjög bjartssýnn. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að ná samkomulagi en við erum á góðri leið að ná góðum samningum.“ Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðhérra Grikklands, fundaði á sama tíma með seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi. Fyrir fund sinn greindi Varoufakis frá því í samtali við ítalska blaðið La Repubblica að viðræður væru hafnar milli Grikkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilmálar um endurgreiðslur á miklum skuldum gríska ríkisins yrði breytt. Auk Tsipras og Varoufakis er nýr varnarmálaráðherra landsins, Panos Kammenos, á ferðinni um Evrópu og fundar í dag með öðrum varnarmálaráðherrum NATO-ríkja í Brussel. Kammenos er leiðtogi hægriöfgaflokksins Sjálfstæðir Grikkir (Anel), sem mynduðu nýja ríkisstjórn ásamt vinstriflokknum Syriza sem vann stórsigur. Sjálfstæðir Grikkir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla fulltrúa þeirra sem talin eru lýsa gyðinga- og múslímahatri. Stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, EPP, vinnur nú að samþykkt ályktunar þar sem flokkurinn er fordæmdur. „Þetta er brjálæðislegt og við verðum að ræða þetta,“ segir leiðtogi þingflokksins, Manfred Weber. Grikkland Tengdar fréttir Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00 Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum og hlátrasköllum þegar Juncker tók í hönd Tsipras og leiddi hann inn í fundarherbergið að lokinni myndatöku, líkt og faðir að leiða son sinn fyrsta skóladaginn. Að fundi loknum sagðist Tsipras vera bjartsýnn á að samkomulag myndi nást um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins. „Við virðum reglur Evrópusambandsins. Ég er mjög bjartssýnn. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að ná samkomulagi en við erum á góðri leið að ná góðum samningum.“ Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðhérra Grikklands, fundaði á sama tíma með seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi. Fyrir fund sinn greindi Varoufakis frá því í samtali við ítalska blaðið La Repubblica að viðræður væru hafnar milli Grikkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilmálar um endurgreiðslur á miklum skuldum gríska ríkisins yrði breytt. Auk Tsipras og Varoufakis er nýr varnarmálaráðherra landsins, Panos Kammenos, á ferðinni um Evrópu og fundar í dag með öðrum varnarmálaráðherrum NATO-ríkja í Brussel. Kammenos er leiðtogi hægriöfgaflokksins Sjálfstæðir Grikkir (Anel), sem mynduðu nýja ríkisstjórn ásamt vinstriflokknum Syriza sem vann stórsigur. Sjálfstæðir Grikkir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla fulltrúa þeirra sem talin eru lýsa gyðinga- og múslímahatri. Stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, EPP, vinnur nú að samþykkt ályktunar þar sem flokkurinn er fordæmdur. „Þetta er brjálæðislegt og við verðum að ræða þetta,“ segir leiðtogi þingflokksins, Manfred Weber.
Grikkland Tengdar fréttir Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00 Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00
Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24
Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46
Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52