Fótbolti

Fílabeinsströndin í úrslit í fjórða sinn

Tómas Þór Þórðarso skrifar
Yaya Touré fagnar marki.
Yaya Touré fagnar marki. vísir/afp
Fílabeinsströndin er komin í úrslit Afríkumótsins í fótbolta, en liðið lagði Lýðveldið Kongó, 3-1, í undanúrslitum í kvöld. Spilað er í Miðbaugs-Gíneu.

Yaya Touré, leikmaður Manchester City, kom Fílabeinsströndinni yfir á 20. mínútu, en Dieudonné Mbokani jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar.

Í seinni hálfleik gekk Fílabeinsströndin frá leiknum með mörkum frá Gervinho, leikmanni Roma, og Wilfried Kanon sem innsiglaði sigurinn á 68. mínútu.

Þetta er í fjórða skiptið sem Fílabeinsströndin kemst í úrslitaleikinn. Hún vann mótið í Senegal fyrir 23 árum, en tapaði í úrslitum 2006 og 2012.

Fílabeinsströndin mætir Gana eða heimamönnum í Miðbaugs-Gíneu í úrslitum, en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×