Styrkir ríkis við tvö stóriðjuverkefni er 1,1 milljarður Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2015 15:09 Karl segir iðnaðarráðuneytið ætla að veita 1.100 milljónum úr ríkissjóði til að styrkja tvær málmbræðslur. Hann telur ljóst á hvaða vegferð Ragnheiður Elín er. Tveir samningar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur undirritað, og varða tvö stóriðjuverkefni, fela í sér útgjöld ríkissjóðs, eða afsal á tekjum, uppá sem nema 1,1 milljarður króna. Útgjöld ríkisins snúa að lóðaframkvæmdum og þjálfun starfsmanna í stóriðu. Annars vegar er um að ræða fjárfestingasamningur við PCC SE og PCC BakkiSilicon hf. og svo hins vegar Fjárfestingarsamningur milli ríkisstjórnar Íslands og Thorsil Ehf vegna verkefnis um kísilver í Helguvík.1,100 milljónir til stuðnings eins rútufarms verðandi starfsmanna í fabrikku Það er Karl Ingólfsson, sem meðal annars var í Jarðstrengjahópnum svokallaða auk þess sem hann hefur setið í stjórn Landverndar og starfað sem ráðgjafi meðal annars, sem vekur athygli á þessari staðreynd í Facebookhóp sem heitir Bakland Ferðaþjónustunnar. „Iðnaðarráðuneytið ætlar að veita 1.100 milljónum úr ríkissjóði til að styrkja tvær málmbræðslur. Væntanlegur starfsmannafjöldi í hvorri fabrikku er einn rútufarmur,“ segir Karl á þeim vettvangi. Karl segir, í samtali við Vísi, fulla þörf á að fjalla um þessar „ölmusur“. Hann bendir einnig á að Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hafi varað við uppbyggingu á sprungusvæðinu á Bakka og talið ábyrgðarlaust að viðlagatrygging taki slíka áhættu.Í fjárfestingarsamningum ríkisins vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda er gert fyrir útlátum ríkissjóðs uppá sem nemur 1,1 milljarði króna.Ferðaþjónustufólk ósátt Fólk innan ferðaþjónustunnar er afar ósátt fyrir þær fyrirætlanir Ragnheiðar Elínar, sem eru þær að vilja koma á fót náttúrupassa. Þeir benda á að þetta sé aðeins eitt form aukinna skatta. Meðan atvinnugreinin sé orðin ein sú mikilvægasta fyrir Ísland, þá sé viðhorf stjórnvalda það að vilja skattleggja hana í stað þess að veita með eðlilegum hætti fé úr ríkissjóði til að sjá um viðhald nauðsynlegra stoða, svo sem þeirra er varðar að vernda landið gegn átroðningi. Það er í því samhengi sem Karl setur fram ábendingar sínar, allt annað sé uppi á teningnum þegar stóriðjuáform eru annars vegar og nefnir þessi dæmi, tvo fjárfestingarsamninga máli sínu til sönnunar: Um kísilver í Helguvík og um framkvæmdir á Bakka.Aðstoðarmaður á undir högg að sækjaIngvar P. Guðbjörnsson, aðstoðarmaður ráðherra, lætur til sín taka í umræðunni en á fremur undir högg að sækja. En, hann bendir á að þetta sé á misskilningi byggt hjá Karli. „Íslenska ríkið (og eftir atvikum sveitarfélögin) veita afslátt af opinberum gjöldum og sköttum. Það er því ekki verið að veita fjármagni úr ríkissjóði heldur verið að seinka því að tekjurnar komi inn,“ segir Ingvar P. en sú athugasemd fellur í grýttan jarðveg. Málshefjandi, Ólafur Hauksson, spyr hvort afsláttur af sköttum sé ekki fjárhagsstuðningur? „Hver vegna finnst þingmönnum allt í lagi að styrkja uppbyggingu stóriðjufyrirtækja, en sjá enga leið að hlúa að grunnstoð þess að hér þrífist ferðaþjónusta?“ Ingvar P. segir að sjaldan hafi verið eins miklu fé veitt í viðhald á ferðamannastöðum og nú og þar tali tölurnar sínu máli. Hann bendir á frumvarpið um Thorsil, „fyrir fólk sem hefur áhuga málefnalegri umræðu í stað sleggjudóma“.Álögur á ferðaþjónustu, ekki framlög En Karl spyr á móti hvernig það megi vera, ef Ingvar þekkir þessa samninga, að hann mótmæli því að ríkið leggi til bein framlög til stóriðjunnar? Hann segir engar tiltækar sómasamlegar upplýsingar um framlög einstakra atvinnugreina til sameiginlegra sjóða en það liggi fyrir að ferðaþjónustan sé stærsta atvinnugrein landsins „þrátt fyrir að aðkoma ríkisins felist fyrst og fremst í álögum en ekki framlögum. Þetta skekkir auðvitað stöðu ferðaþjónustunnar gagnvart öðrum greinum en er jafnframt mikið styrkleikamerki. Ferðaþjónustan er ekki á pari við sauðfjárbúskap þar sem ríkisstyrkir nema yfir 90% af launatekjum og Ferðaþjónustan er ekki drifin áfram af undanþágum, niðurgreiðslum og styrkjum eins og Stóriðjan. Brýnasta hagsmunamál ferðþjónustunnar er því að hagtölur séu tiltækar og þeim miðlað á aðgengilegan hátt. Þetta þarf að gerast á það greinargóðan máta að jafnvel stjórnmálamenn sem ekki þekkja haus né sporð á þessari atvinnugrein átti sig á því að fátt er jafn arðbært fyrir Ríkissjóð og að tryggja grundvallarinnviði greinarinnar.“ Tengdar fréttir Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09 Ráðherra segir náttúrupassann þjóna náttúruvernd Ragnheiður Elín Árnadóttir segir mikilvægt að tryggja örugga fjármögnun uppbyggingu ferðamannastaða og náttúrupassinn geri það. 9. desember 2014 19:45 Kolröng leið farin með frumvarpi um náttúrupassa Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, gagnrýnir harðlega þá leið sem fyrirhuguð er að fara og undrast að ráðherra Sjálfstæðisflokksins ætli að stofna mikið ríkisbákn um náttúrupassa. 31. janúar 2015 13:52 Óvissa um afdrif náttúrupassans Þingmenn tókust á um það í hvaða nefnd ætti að vísa frumvarpi um náttúrupassa. Óvissa ríkir um afdrif þess og er andstaða við það í öllum flokkum. Mögulegt er að málið liggi í nefnd fram á haust. Ráðherra er opinn fyrir breytingum. 4. febrúar 2015 07:00 Náttúrupassinn skilar allt að 5 milljörðum á næstu þremur árum Ragnheiður Elín Árnadóttir segir náttúrupassann sanngjarna leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða og vonast eftir málefnalegri umræðu um frumvarp um hann á Alþingi. 9. desember 2014 12:34 Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Tveir samningar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur undirritað, og varða tvö stóriðjuverkefni, fela í sér útgjöld ríkissjóðs, eða afsal á tekjum, uppá sem nema 1,1 milljarður króna. Útgjöld ríkisins snúa að lóðaframkvæmdum og þjálfun starfsmanna í stóriðu. Annars vegar er um að ræða fjárfestingasamningur við PCC SE og PCC BakkiSilicon hf. og svo hins vegar Fjárfestingarsamningur milli ríkisstjórnar Íslands og Thorsil Ehf vegna verkefnis um kísilver í Helguvík.1,100 milljónir til stuðnings eins rútufarms verðandi starfsmanna í fabrikku Það er Karl Ingólfsson, sem meðal annars var í Jarðstrengjahópnum svokallaða auk þess sem hann hefur setið í stjórn Landverndar og starfað sem ráðgjafi meðal annars, sem vekur athygli á þessari staðreynd í Facebookhóp sem heitir Bakland Ferðaþjónustunnar. „Iðnaðarráðuneytið ætlar að veita 1.100 milljónum úr ríkissjóði til að styrkja tvær málmbræðslur. Væntanlegur starfsmannafjöldi í hvorri fabrikku er einn rútufarmur,“ segir Karl á þeim vettvangi. Karl segir, í samtali við Vísi, fulla þörf á að fjalla um þessar „ölmusur“. Hann bendir einnig á að Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hafi varað við uppbyggingu á sprungusvæðinu á Bakka og talið ábyrgðarlaust að viðlagatrygging taki slíka áhættu.Í fjárfestingarsamningum ríkisins vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda er gert fyrir útlátum ríkissjóðs uppá sem nemur 1,1 milljarði króna.Ferðaþjónustufólk ósátt Fólk innan ferðaþjónustunnar er afar ósátt fyrir þær fyrirætlanir Ragnheiðar Elínar, sem eru þær að vilja koma á fót náttúrupassa. Þeir benda á að þetta sé aðeins eitt form aukinna skatta. Meðan atvinnugreinin sé orðin ein sú mikilvægasta fyrir Ísland, þá sé viðhorf stjórnvalda það að vilja skattleggja hana í stað þess að veita með eðlilegum hætti fé úr ríkissjóði til að sjá um viðhald nauðsynlegra stoða, svo sem þeirra er varðar að vernda landið gegn átroðningi. Það er í því samhengi sem Karl setur fram ábendingar sínar, allt annað sé uppi á teningnum þegar stóriðjuáform eru annars vegar og nefnir þessi dæmi, tvo fjárfestingarsamninga máli sínu til sönnunar: Um kísilver í Helguvík og um framkvæmdir á Bakka.Aðstoðarmaður á undir högg að sækjaIngvar P. Guðbjörnsson, aðstoðarmaður ráðherra, lætur til sín taka í umræðunni en á fremur undir högg að sækja. En, hann bendir á að þetta sé á misskilningi byggt hjá Karli. „Íslenska ríkið (og eftir atvikum sveitarfélögin) veita afslátt af opinberum gjöldum og sköttum. Það er því ekki verið að veita fjármagni úr ríkissjóði heldur verið að seinka því að tekjurnar komi inn,“ segir Ingvar P. en sú athugasemd fellur í grýttan jarðveg. Málshefjandi, Ólafur Hauksson, spyr hvort afsláttur af sköttum sé ekki fjárhagsstuðningur? „Hver vegna finnst þingmönnum allt í lagi að styrkja uppbyggingu stóriðjufyrirtækja, en sjá enga leið að hlúa að grunnstoð þess að hér þrífist ferðaþjónusta?“ Ingvar P. segir að sjaldan hafi verið eins miklu fé veitt í viðhald á ferðamannastöðum og nú og þar tali tölurnar sínu máli. Hann bendir á frumvarpið um Thorsil, „fyrir fólk sem hefur áhuga málefnalegri umræðu í stað sleggjudóma“.Álögur á ferðaþjónustu, ekki framlög En Karl spyr á móti hvernig það megi vera, ef Ingvar þekkir þessa samninga, að hann mótmæli því að ríkið leggi til bein framlög til stóriðjunnar? Hann segir engar tiltækar sómasamlegar upplýsingar um framlög einstakra atvinnugreina til sameiginlegra sjóða en það liggi fyrir að ferðaþjónustan sé stærsta atvinnugrein landsins „þrátt fyrir að aðkoma ríkisins felist fyrst og fremst í álögum en ekki framlögum. Þetta skekkir auðvitað stöðu ferðaþjónustunnar gagnvart öðrum greinum en er jafnframt mikið styrkleikamerki. Ferðaþjónustan er ekki á pari við sauðfjárbúskap þar sem ríkisstyrkir nema yfir 90% af launatekjum og Ferðaþjónustan er ekki drifin áfram af undanþágum, niðurgreiðslum og styrkjum eins og Stóriðjan. Brýnasta hagsmunamál ferðþjónustunnar er því að hagtölur séu tiltækar og þeim miðlað á aðgengilegan hátt. Þetta þarf að gerast á það greinargóðan máta að jafnvel stjórnmálamenn sem ekki þekkja haus né sporð á þessari atvinnugrein átti sig á því að fátt er jafn arðbært fyrir Ríkissjóð og að tryggja grundvallarinnviði greinarinnar.“
Tengdar fréttir Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09 Ráðherra segir náttúrupassann þjóna náttúruvernd Ragnheiður Elín Árnadóttir segir mikilvægt að tryggja örugga fjármögnun uppbyggingu ferðamannastaða og náttúrupassinn geri það. 9. desember 2014 19:45 Kolröng leið farin með frumvarpi um náttúrupassa Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, gagnrýnir harðlega þá leið sem fyrirhuguð er að fara og undrast að ráðherra Sjálfstæðisflokksins ætli að stofna mikið ríkisbákn um náttúrupassa. 31. janúar 2015 13:52 Óvissa um afdrif náttúrupassans Þingmenn tókust á um það í hvaða nefnd ætti að vísa frumvarpi um náttúrupassa. Óvissa ríkir um afdrif þess og er andstaða við það í öllum flokkum. Mögulegt er að málið liggi í nefnd fram á haust. Ráðherra er opinn fyrir breytingum. 4. febrúar 2015 07:00 Náttúrupassinn skilar allt að 5 milljörðum á næstu þremur árum Ragnheiður Elín Árnadóttir segir náttúrupassann sanngjarna leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða og vonast eftir málefnalegri umræðu um frumvarp um hann á Alþingi. 9. desember 2014 12:34 Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09
Ráðherra segir náttúrupassann þjóna náttúruvernd Ragnheiður Elín Árnadóttir segir mikilvægt að tryggja örugga fjármögnun uppbyggingu ferðamannastaða og náttúrupassinn geri það. 9. desember 2014 19:45
Kolröng leið farin með frumvarpi um náttúrupassa Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, gagnrýnir harðlega þá leið sem fyrirhuguð er að fara og undrast að ráðherra Sjálfstæðisflokksins ætli að stofna mikið ríkisbákn um náttúrupassa. 31. janúar 2015 13:52
Óvissa um afdrif náttúrupassans Þingmenn tókust á um það í hvaða nefnd ætti að vísa frumvarpi um náttúrupassa. Óvissa ríkir um afdrif þess og er andstaða við það í öllum flokkum. Mögulegt er að málið liggi í nefnd fram á haust. Ráðherra er opinn fyrir breytingum. 4. febrúar 2015 07:00
Náttúrupassinn skilar allt að 5 milljörðum á næstu þremur árum Ragnheiður Elín Árnadóttir segir náttúrupassann sanngjarna leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða og vonast eftir málefnalegri umræðu um frumvarp um hann á Alþingi. 9. desember 2014 12:34
Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00