Náttúrupassinn skilar allt að 5 milljörðum á næstu þremur árum Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2014 12:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir segir náttúrupassann sanngjarna leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða og vonast eftir málefnalegri umræðu um frumvarp um hann á Alþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um náttúrupassa sem hún segir að muni gerbreyta uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Aðrar leiðir til fjármögnunar ferðamannastaða feli ýmist í sér mismunum, afli ekki nægjanlegra tekna eða séu ófærar vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. Heldur þú að frumvarpið fjúki í gegnum þingið, er ekki dálítl andstaða við það innan stjórnarflokkanna? „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Þá segir Ragnheiður Elín að ekki sé verið að ganga á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Nú þegar séu ákvæði í lögum sem heimili gjaldtöku til náttúruverndar sem og í náttúruverndarlögum sem gildistöku var frestað á í fyrra. Passinn gildi í þrjú ár og þar af leiðandi jafngildi þetta 500 krónum á ári fyrir hver Landsmann 18 ára og eldri. Passinn muni breyta miklu fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. „Fjármögnunin hefur ekki verið traust. Þess vegna hefur uppbyggingin verið ómarkvissari en hún þarf að vera. Við erum þarna að veita trausta fjármögnun til lengri tíma. Þannig að menn geta farið í deiliskipulagsvinnu, geta skipulagt sig og undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ segir Ragnheiður Elín. Passinn mun ná til allra ferðamanna á landsvæðum ríkis og sveitarfélaga sem Ragnheiður Elín segir að séu um 90 prósent af ferðamannastöðum landsins. Einkaaðilum verði boðið að vera þátttakendur í náttúrupassanum. En jafnvel þótt þeir geri það ekki geti þeir sótt um framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða gegn 50 prósenta mótframlagi. En 10 prósent af tekjum náttúrupassans fara til slíkra verkefna. Þá verða 7,5 prósent eyrnamerkt öryggi ferðamanna og helmingur þess fjár renni til ýmissra björgunaraðila eins og björgunarsveita. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsýsla náttúrupassans megi að hámarki kosta sem svarar til 3,5 prósenta af innkomunni. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um náttúrupassa sem hún segir að muni gerbreyta uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Aðrar leiðir til fjármögnunar ferðamannastaða feli ýmist í sér mismunum, afli ekki nægjanlegra tekna eða séu ófærar vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. Heldur þú að frumvarpið fjúki í gegnum þingið, er ekki dálítl andstaða við það innan stjórnarflokkanna? „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Þá segir Ragnheiður Elín að ekki sé verið að ganga á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Nú þegar séu ákvæði í lögum sem heimili gjaldtöku til náttúruverndar sem og í náttúruverndarlögum sem gildistöku var frestað á í fyrra. Passinn gildi í þrjú ár og þar af leiðandi jafngildi þetta 500 krónum á ári fyrir hver Landsmann 18 ára og eldri. Passinn muni breyta miklu fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. „Fjármögnunin hefur ekki verið traust. Þess vegna hefur uppbyggingin verið ómarkvissari en hún þarf að vera. Við erum þarna að veita trausta fjármögnun til lengri tíma. Þannig að menn geta farið í deiliskipulagsvinnu, geta skipulagt sig og undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ segir Ragnheiður Elín. Passinn mun ná til allra ferðamanna á landsvæðum ríkis og sveitarfélaga sem Ragnheiður Elín segir að séu um 90 prósent af ferðamannastöðum landsins. Einkaaðilum verði boðið að vera þátttakendur í náttúrupassanum. En jafnvel þótt þeir geri það ekki geti þeir sótt um framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða gegn 50 prósenta mótframlagi. En 10 prósent af tekjum náttúrupassans fara til slíkra verkefna. Þá verða 7,5 prósent eyrnamerkt öryggi ferðamanna og helmingur þess fjár renni til ýmissra björgunaraðila eins og björgunarsveita. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsýsla náttúrupassans megi að hámarki kosta sem svarar til 3,5 prósenta af innkomunni.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira