Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2014 22:09 Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. Fyrri skattar með sama markmiði hafa allir orðið bandorminum að bráð, síðast fyrir þremur dögum, og reynslan sýnir að það verða örlög flestra slíkra eyrnamerktra skatta. Það var árið 1976 sem lögfest var að Fríhöfnin í Keflavík skyldi greiða til ferðamálaráðs tíu prósent af árlegri vörusölu og átti að nota peningana til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Skemmst er frá því að segja að það var bara í eitt ár sem framlagið fékkst óskert. Bandormurinn sá til þess að megnið færi í ríkissjóð og svo fór að lokum að nánast engu var varið til að bæta aðstöðu ferðamanna. Til að skoða hverslags fyrirbæri hér er á ferðinni má rifja upp að í Vestmannaeyjagosinu 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt um 2 prósentustig til endurreisnar á Heimaey. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Svo var bíleigendum sagt að leggja ætti sérstakan aukaskatt á bensín til að kosta átak í vegagerð, klára hringveginn og svo framvegis. Bróðurparturinn fór til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs. Skattrán sagði FÍB árið 1977, og síðan hafa bensínskattarnir bara þyngst, án þess að vegaframkvæmdir fylgi með. Þjóðarbókhlöðuskatturinn er kannski sá eini af þessu tagi sem skattgreiðendur hafa losnað við en hann hélst samt í tíu ár eftir að búið var að byggja húsið. Ráðamenn hafa notað bandorminn svokallaða, lagabálk í ótal liðum, til að klípa af flestum eyrnamerktum sköttum, eða gleypa í heilu lagi, og þeir eru sko alls ekki hættir. Síðustu daga hafa menn rifjað upp útvarpsgjaldið og einnig sérstaka hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum hafi núna fækkað niður í þrjú prósent lækkar skatturinn ekki að sama skapi. Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum, núna í vikunni á síðasta degi fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög. Sagan segir okkur samt að skattar, sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið, hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. Fyrri skattar með sama markmiði hafa allir orðið bandorminum að bráð, síðast fyrir þremur dögum, og reynslan sýnir að það verða örlög flestra slíkra eyrnamerktra skatta. Það var árið 1976 sem lögfest var að Fríhöfnin í Keflavík skyldi greiða til ferðamálaráðs tíu prósent af árlegri vörusölu og átti að nota peningana til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Skemmst er frá því að segja að það var bara í eitt ár sem framlagið fékkst óskert. Bandormurinn sá til þess að megnið færi í ríkissjóð og svo fór að lokum að nánast engu var varið til að bæta aðstöðu ferðamanna. Til að skoða hverslags fyrirbæri hér er á ferðinni má rifja upp að í Vestmannaeyjagosinu 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt um 2 prósentustig til endurreisnar á Heimaey. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Svo var bíleigendum sagt að leggja ætti sérstakan aukaskatt á bensín til að kosta átak í vegagerð, klára hringveginn og svo framvegis. Bróðurparturinn fór til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs. Skattrán sagði FÍB árið 1977, og síðan hafa bensínskattarnir bara þyngst, án þess að vegaframkvæmdir fylgi með. Þjóðarbókhlöðuskatturinn er kannski sá eini af þessu tagi sem skattgreiðendur hafa losnað við en hann hélst samt í tíu ár eftir að búið var að byggja húsið. Ráðamenn hafa notað bandorminn svokallaða, lagabálk í ótal liðum, til að klípa af flestum eyrnamerktum sköttum, eða gleypa í heilu lagi, og þeir eru sko alls ekki hættir. Síðustu daga hafa menn rifjað upp útvarpsgjaldið og einnig sérstaka hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum hafi núna fækkað niður í þrjú prósent lækkar skatturinn ekki að sama skapi. Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum, núna í vikunni á síðasta degi fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög. Sagan segir okkur samt að skattar, sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið, hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira