Óvissa um afdrif náttúrupassans Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Iðnaðarráðherra hefur staðið í ströngu vegna frumvarps um náttúrupassa. Hér spjallar hún við Sigríði Andersen, einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem lýst hefur yfir efasemdum um frumvarpið. fréttablaðið/stefán Fyrstu umræðu um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lauk í gær, en eftir er að kjósa um til hvaða nefndar málinu verður vísað. Mikil andstaða er við frumvarpið, í öllum flokkum, og þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðu allsendis óvíst hvort málið kæmist úr nefnd á yfirstandandi þingi. Ráðherra segist ekki hafa kannað hvort nægilegur stuðningur sé fyrir því að frumvarpið verði að lögum. „Ég hef ekki farið í hausatalningu. Ég geri mér algjörlega grein fyrir því að þetta er mál sem menn þurfa að skoða betur,“ segir Ragnheiður Elín og vísar til þess að málið gæti breyst í meðförum þingnefndar. Hún segir margar gagnlegar athugasemdir hafa komið fram, en er ekki tilbúin til að segja að einstök atriði hafi komið fram sem hún vilji sjá til breytingar á frumvarpinu, þótt ýmislegt megi skoða. „Ef menn telja þörf á því að skýra hlutina betur hvað varðar almannaréttinn, já. Ef menn telja einfaldara fyrirkomulag í boði varðandi það hvernig á að nálgast Íslendinga annars vegar og erlenda ferðamenn, já, þá er ég tilbúin að skoða það.“ Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, voru sammála um að afdrif málsins réðust af vinnu þingnefndar. Mögulega tækist nefndinni að finna sáttaleið sem væri blanda af fleiri hugmyndum um gjaldtöku, en allt eins víst væri að málið yrði látið liggja í nefnd fram á haust. Málið var afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna og gerði þingflokkur Framsóknarflokksins formlega fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi einnig gert fyrirvara við stuðning, þó ekki hafi þeir verið formlegir. Andstaða gagnvart frumvarpinu er ekki skipulögð og fráleitt ríkir samstaða um hvað gæti komið í staðinn fyrir náttúrupassann. Því er líklegast að blönduð leið verði fyrir valinu. Ragnheiður Elín virðist raunar opin fyrir slíku. „Ég heyrði í gær [fyrradag] í formanni Ferðamálasamtaka Íslands sem var að tala um hvort hugsanlega væri hægt að fara af stað með einhvern valkvæðan passa meðan fólk væri að venjast tilhugsuninni. Alla svona hluti er ég tilbúin að skoða, að sjálfsögðu.“ Fyrsta umræða um málið tók þrjá daga og reikna má með að einhverjir dagar fari í aðra og þriðju umræðu. Til þess ber að taka að aðeins eru eftir 40 þingdagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Það gæti rennt stoðum undir þá spá margra heimildarmanna Fréttablaðsins að málið komi kannski ekki úr nefnd fyrir þingfrestun í vor.Upphlaup á Alþingi „Það togast á í mér þau sjónarmið hvort þetta eigi að fara til atvinnuveganefndar eins og menn hafa gert ráð fyrir eða til umhverfisnefndar.“ Þessi orð iðnaðarráðherra á síðustu mínútum fyrstu umræðunnar lýsa því vel hve mikil óvissa ríkir um afdrif málsins. Allir höfðu gert ráð fyrir því að málinu yrði vísað til atvinnuveganefndar og ummæli ráðherra hleyptu illu blóði í þingmenn. Eftir ýmis brigslyrði, ósk um að hlé yrði gert á fundi og tillögu Róberts Marshall, þingmanns Bjartrar framtíðar, um að málinu yrði vísað til umhverfisnefndar, kom ráðherra í pontu og lagði til að málinu yrði eftir allt saman vísað til atvinnuveganefndar, en ekki til umhverfis- og samgöngunefndar og efnahags- og skattanefndar. Fljótlega eftir það lauk umræðunni, en eftir er að kjósa á milli tillagnanna tveggja. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lauk í gær, en eftir er að kjósa um til hvaða nefndar málinu verður vísað. Mikil andstaða er við frumvarpið, í öllum flokkum, og þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðu allsendis óvíst hvort málið kæmist úr nefnd á yfirstandandi þingi. Ráðherra segist ekki hafa kannað hvort nægilegur stuðningur sé fyrir því að frumvarpið verði að lögum. „Ég hef ekki farið í hausatalningu. Ég geri mér algjörlega grein fyrir því að þetta er mál sem menn þurfa að skoða betur,“ segir Ragnheiður Elín og vísar til þess að málið gæti breyst í meðförum þingnefndar. Hún segir margar gagnlegar athugasemdir hafa komið fram, en er ekki tilbúin til að segja að einstök atriði hafi komið fram sem hún vilji sjá til breytingar á frumvarpinu, þótt ýmislegt megi skoða. „Ef menn telja þörf á því að skýra hlutina betur hvað varðar almannaréttinn, já. Ef menn telja einfaldara fyrirkomulag í boði varðandi það hvernig á að nálgast Íslendinga annars vegar og erlenda ferðamenn, já, þá er ég tilbúin að skoða það.“ Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, voru sammála um að afdrif málsins réðust af vinnu þingnefndar. Mögulega tækist nefndinni að finna sáttaleið sem væri blanda af fleiri hugmyndum um gjaldtöku, en allt eins víst væri að málið yrði látið liggja í nefnd fram á haust. Málið var afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna og gerði þingflokkur Framsóknarflokksins formlega fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi einnig gert fyrirvara við stuðning, þó ekki hafi þeir verið formlegir. Andstaða gagnvart frumvarpinu er ekki skipulögð og fráleitt ríkir samstaða um hvað gæti komið í staðinn fyrir náttúrupassann. Því er líklegast að blönduð leið verði fyrir valinu. Ragnheiður Elín virðist raunar opin fyrir slíku. „Ég heyrði í gær [fyrradag] í formanni Ferðamálasamtaka Íslands sem var að tala um hvort hugsanlega væri hægt að fara af stað með einhvern valkvæðan passa meðan fólk væri að venjast tilhugsuninni. Alla svona hluti er ég tilbúin að skoða, að sjálfsögðu.“ Fyrsta umræða um málið tók þrjá daga og reikna má með að einhverjir dagar fari í aðra og þriðju umræðu. Til þess ber að taka að aðeins eru eftir 40 þingdagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Það gæti rennt stoðum undir þá spá margra heimildarmanna Fréttablaðsins að málið komi kannski ekki úr nefnd fyrir þingfrestun í vor.Upphlaup á Alþingi „Það togast á í mér þau sjónarmið hvort þetta eigi að fara til atvinnuveganefndar eins og menn hafa gert ráð fyrir eða til umhverfisnefndar.“ Þessi orð iðnaðarráðherra á síðustu mínútum fyrstu umræðunnar lýsa því vel hve mikil óvissa ríkir um afdrif málsins. Allir höfðu gert ráð fyrir því að málinu yrði vísað til atvinnuveganefndar og ummæli ráðherra hleyptu illu blóði í þingmenn. Eftir ýmis brigslyrði, ósk um að hlé yrði gert á fundi og tillögu Róberts Marshall, þingmanns Bjartrar framtíðar, um að málinu yrði vísað til umhverfisnefndar, kom ráðherra í pontu og lagði til að málinu yrði eftir allt saman vísað til atvinnuveganefndar, en ekki til umhverfis- og samgöngunefndar og efnahags- og skattanefndar. Fljótlega eftir það lauk umræðunni, en eftir er að kjósa á milli tillagnanna tveggja.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent