Fótbolti

Aron tryggði AZ sigur gegn Ajax

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron skoraði sigurmark.
Aron skoraði sigurmark. vísir/getty
Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar, tryggði sínum mönnum þrjú stig með eina marki leiksins í sigri á meisturum Ajax á útivelli í kvöld.

Aron skoraði marið á 76. mínútu, en Ajax-menn misstu mann af velli fjórtán mínútum áður. Þetta er annar leikurinn í röð sem Aron skorar í en hann er allur að ná sér eftir erfið meiðsli.

Kolbeinn Sigþórsson er enn frá vegna meiðsla hjá Ajaex sem er búið að missa af lestinni í toppbaráttunni.

Þrátt fyrir að vera í öðru sæti með 43 stig er liðið tólf stigum á eftir toppliði PSV. AZ er í 4. sæti með 38 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×