Á hátíðinni heiðruðu útvarpsstöðvar 365, Bylgjan, FM957 og X977, þá tónlistarmenn sem hlutu flest atkvæði í kosningu sem fór fram á Vísi.
Hlustendaverðlaunin í heild sinni
Flytjandi ársins: Kaleo
Árið 2014 var gott ár fyrir Kaleo. Þeir fylgdu eftir plötu sinni Glasshouse og komu fjórar smáskífur frá þeim út á á árinu. Hæst bar lagið All the Pretty Girls.

París Norðursins, úr samnefndri kvikmynd eftir Svavar Pétur Eysteinsson og flutt af Prins Póló, var valið lag ársins. Pétur er einnig tilnefndur til Edduverðlauna fyrir tónlistina í myndinni.
Myndband ársins: Lágnætti - Sólstafir
Leikstjóri: Bowen Staines
Bowen Staines hefur verið áberandi í myndbandagerð hér á landi og bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn.
Nýliði ársins: AmabAdamA
Krakkarnir í AmabAdamA komu eins og stormsveipur í íslenskt tónlistarlíf á árinu.
Plata ársins: Með Vættum - Skálmöld
Þriðja plata rokksveitarinnar var valin plata ársins. Skálmöld er hörð sem aldrei fyrr og er yrkisefni þeirra að þessu sinni Þórunn Auðna, sem ferðast á milli landshluta og verst hættum sem að steðja og hefur landvættirnar sér til fulltingis.

Salka Sól hreif marga með söng sínum í sveitinni AmabAdamA. Falleg rödd og heillandi framkoma eru einkennismerki Sölku Sólar.
Söngvari ársins: Jökull Júlíusson
Jökull Júlíusson úr Kaleo er söngvari ársins. Sveitin átti frábært ár og var Jökull hreinlega frábær sem leiðtogi hennar.
Erlenda lag ársins: Take Me To Church - Hozier
Hozier sló í gegn á árinu. Lagið hefur slegið í gegn um allan heim og náði toppsæti í Tékklandi, Austurríki, Belgíu, Grikklandi, Ítalíu, Slóvakíu og Svíþjóð.