Lífið

Sigurvegarar Hlustendaverðlaunanna: Kaleo hljómsveit ársins

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Kaleo.
Kaleo. Vísir/Arnþór
Mikið var um dýrðir á Hlustendaverðlaunum 2015 sem fóru fram í kvöld í Gamla bíói.

Á hátíðinni heiðruðu útvarpsstöðvar 365, Bylgjan, FM957 og X977, þá tónlistarmenn sem hlutu flest atkvæði í kosningu sem fór fram á Vísi.Hlustendaverðlaunin í heild sinni


Flytjandi ársins: Kaleo

Árið 2014 var gott ár fyrir Kaleo. Þeir fylgdu eftir plötu sinni Glasshouse og komu fjórar smáskífur frá þeim út á á árinu. Hæst bar lagið All the Pretty Girls.Vísir/ANdri
Lag ársins: París Norðursins -Prins Póló

París Norðursins, úr samnefndri kvikmynd eftir Svavar Pétur Eysteinsson og flutt af Prins Póló, var valið lag ársins. Pétur er einnig tilnefndur til Edduverðlauna fyrir tónlistina í myndinni.Myndband ársins: Lágnætti - Sólstafir

Leikstjóri: Bowen Staines

Bowen Staines hefur verið áberandi í myndbandagerð hér á landi og bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn.Nýliði ársins: AmabAdamA

Krakkarnir í AmabAdamA komu eins og stormsveipur í íslenskt tónlistarlíf á árinu.Plata ársins: Með Vættum - Skálmöld

Þriðja plata rokksveitarinnar var valin plata ársins. Skálmöld er hörð sem aldrei fyrr og er yrkisefni þeirra að þessu sinni Þórunn Auðna, sem ferðast á milli landshluta og verst hættum sem að steðja og hefur landvættirnar sér til fulltingis.Vísir/Andri
Söngkona árins:Salka Sól Eyfeld

Salka Sól hreif marga með söng sínum í sveitinni AmabAdamA. Falleg rödd og heillandi framkoma eru einkennismerki Sölku Sólar.Söngvari ársins: Jökull Júlíusson

Jökull Júlíusson úr Kaleo er söngvari ársins. Sveitin átti frábært ár og var Jökull hreinlega frábær sem leiðtogi hennar.Erlenda lag ársins: Take Me To Church - Hozier

Hozier sló í gegn á árinu. Lagið hefur slegið í gegn um allan heim og náði toppsæti í Tékklandi, Austurríki, Belgíu, Grikklandi, Ítalíu, Slóvakíu og Svíþjóð.
Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.