Lífið

Hlustendaverðlaunin 2015: „Ísland er best í heimi og ég ætla bara að gefa út plötu á Íslandi“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hlustendaverðlaunin 2015 verða afhent á föstudaginn með pompi og prakt. Í tilefni þess var viðtal tekið við alla þá sem eru tilnefndir.

Meðal þeirra sem rætt er við í þessum fyrri undirbúningsþætti eru Magnús Jónsson og Steinunni Jónsdóttur úr Amabadama, Stony, Brynjar Óðinsson og Guðna Þorsteinsson úr Kviku, Daníel Ágúst úr GusGus og Nýdönsk, Davíð Antonsson Crivello úr Kaleo, Arnór Dan Arnarsson, valdimar Guðmundsson, Margréti Rúnarsdóttur og Hálfdán Árnason úr Himbrimi og Baldur Ragnarsson.

Einnig er rætt við Jón Jónsson og af hverju hann nefndi plötuna sína Heim. Hann sagðist hafa valið nafnið því hann sé nú að syngja í íslensku í fyrsta skiptið í langan tíma. Hann segir að þó hann hafi ekki farið utan til að koma fram hafi hann „slúttað“ á vini sína hjá Sony, en Jón var með samning við útgáfurisann.

„Ísland er best í heimi og ég ætla bara að gefa út plötu á Íslandi. Ég þarf ekkert Sony-batteríið til að gera það,“ segir hann í viðtalinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.