Fótbolti

Marokkó fær ekki að vera með í næstu tveimur Afríkukeppnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
"Guð er góður, gangi Ebóluliðinu vel.“
"Guð er góður, gangi Ebóluliðinu vel.“ vísir/afp
Knattspyrnusamband Marokkó hefur verið sektað um 131 milljón króna og landsliðinu meinuð þátttaka í næstu tveimur Afríkukeppnum.

Þetta er refsing Marokkó fyrir að halda ekki Afríkukeppnina eins og til stóð, en knattspyrnusamband landsins bað um eins árs frest þar sem það óttaðist útbreiðslu Ebólufaraldursins.

Það kom ekki til greina og hélt Miðbaugs-Gínea keppnina í staðinn. Henni lýkur á sunnudaginn þegar Gana og Fílabeinsströndin mætast í úrslitaleik.

Þetta er mikið áfall fyrir marokkóska landsliðið sem hefur unnið keppnina einu sinni og hafnaði í öðru sæti árið 2004.

Marokkó fékk ekki að taka þátt í ár enda hafði það ekki farið í forkeppnina þar sem það átti að vera gestgjafi.

Nú getur Marokkó fyrst verið með aftur þegar keppnin fer fram á Fílabeinsströndinni eftir sex ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×