Erlent

Uppreisnarmenn biðja ungfrú Alheim um hjálp

Samúel Karl Ólason skrifar
Hin 22 ára gamla fegurðardrottning hefur ekki svarað beiðni uppreisnarmannanna.
Hin 22 ára gamla fegurðardrottning hefur ekki svarað beiðni uppreisnarmannanna. Vísir/AP
Uppreisnarmennirnir í FARC samtökunum í Kólumbíu hafa beðið Pauline Vega, sem nýverið var krýnd Ungfrú alheimur, um að miðla friðarviðræðum á milli uppreisnarmannanna og stjórnvalda. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum segjast þeir taka boði hennar sem hún setti fram í fegurðarsamkeppninni.

Samkvæmt BBC sagðist hún vilja sjá frið í heimalandi sínu í viðtölum fyrir keppnina Ungfrú alheimur.

Hin 22 ára gamla fegurðardrottning hefur ekki svarað beiðni uppreisnarmannanna.

FARC hafa barist við stjórnvöld í Kólumbíu í hálfa öld, en síðustu tvö hafa fylkingarnar rætt frið sín á milli. Lítið hefur þó gengið í viðræðunum. Samkomulag hefur náðst um umbætur í landinu og um að FARC komi að stjórnmálum landsins.

Talið er að minnst 220 þúsund manns hafi látið lífið í átökum FARC og stjórnvalda frá árinu 1964.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×