Erlent

Faldi muni úr tunglferðinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Nei Armstrong virðist hafa hirt ýmsa muni úr Apollo 11 geimfarinu.
Nei Armstrong virðist hafa hirt ýmsa muni úr Apollo 11 geimfarinu. Vísir/EPA/NASA
Geimfarinn Neil Armstrong hafði falið muni úr Apollo 11 á heimili sínu. Enginn vissi af mununum, ekki einu sinni, eiginkona hans, sem fann þá falda í skápnum hans. Hún fann hvítan poka sem meðal annars innihélt myndavélina sem fangaði lendingu geimfarsins á tunglinu.

Munirnir hafa nú verið lánaðir til Smithsonian safnsins.

Á vef NASA segir að munirnir hafi einstakt sögulegt gildi og þar má einnig sjá um hvaða muni er að ræða og hvert hlutverk þeirra var í geimferðinni.

Neil Armstrong dó í ágúst 2012, þá 82 ára gamall og var hann fyrsti maðurinn til að ganga á tunglinu. Í júlí 1969 lenti hann á tunglinu með Buzz Aldrin, en þriðji geimfari Apollo 11, Michael Collins var áfram á sporbraut um tunglið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×