Allt að þriggja mánaða bið á Vog: "Hann fer í ákveðinn forgang“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2015 11:20 Björgvin Sigurðsson greindi frá því í gær að hann hefði ákveðið að leita sér lækningar á Vogi. Vísir/Vilhelm/Gunnar „Það er von að menn spyrji,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, spurður um biðlistann eftir því að komast í áfengis- og vímuefnameðferð. Fjöldamargir eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi og geta sumir þurft að bíða í allt að þrjá mánuði. Því vakti það athygli margra í gær þegar Björgvin Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og sveitarstjóri Áshrepps, greindi frá því að hann færi í meðferð á Vogi næstkomandi miðvikudag. Björgvin tók þessa ákvörðun eftir að honum var sagt upp sem sveitarstjóra Áshrepps í síðustu viku fyrir að hafa dregið sér fé í opinberu starfi og því ljóst að hann þurfti ekki að bíða í þrjá mánuði eftir að komast í meðferð. Því er Þórarinn Tyrfingsson spurður hvernig fólk kemst fram fyrir þennan biðlista.Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Heiða„Meikar stundum ekki sens“„Það er eðlilegt að menn spyrji um það því það meikar stundum ekki sens,“ segir Þórarinn. „Þeir sem hafa forgang hérna er fólk sem ekki hefur verið hér áður. Þar á eftir kemur fólk sem er mjög mikið veikt og endurkomu fólk, sem er þá inni á bráðamóttöku og hefur farið þangað vegna sjálfsvígstilrauna eða með sýkingar, eða fólk sem er á okkar göngudeild og er mjög illa á sig komið. Þá hefur það forgang. Svo í tilfelli Björgvins þá hefur hann ekki komið hér oft svo hann hefur ákveðinn forgang,“ segir Þórarinn en Björgvin greindi frá því í viðtali við Herðubreið í gær að hann hætti að drekka fyrir tíu árum. „Og það gekk vel í nokkur ár en í róti síðustu ára fór ég að misnota það aftur í vaxandi mæli,“ sagði Björgvin.„Best fyrir þjóðfélagið“ Þórarinn segir að einnig sé rétt að spyrja hvort þessi forgangsröðun á Vogi sé rétt. „Það er hægt að segja að maður sem kemur hér inn til dæmis og mikið er í húfi og svo erum við búin að vera með hann í langri meðferð, svo fellur hann. Samkvæmt öllu ætti ekki að taka hann inn því hann var hér fyrir hálfu ári, en kannski er lang skynsamlegast að kippa honum strax inn, það er best fyrir hann, best fyrir okkur og best fyrir þjóðfélagið. En ennþá erum við að raða þessu inn svona eftir kannski einhverjum gömlum viðhorfum og hugsunarhætti. Allt er þetta til að rugla fólk í ríminu.“ Hann segir það vera algalið að fólk komist ekki í meðferð fljótt og örugglega ef það er mikið veikt. „Alltaf þegar koma biðlistar, hvort sem það er mjaðmaaðgerð eða hvað sem það er, þá kemur þessi umræða frá almenningi og öllum, hvernig er raðað, hverjir taka ákvarðanir um að þetta fólk komi inn. Er þetta bara dregið upp úr hatti eða hvað? Þetta fylgir alltaf og mér finnst eðlilegt að fólk spyrji þessara spurninga og fólk á að gera það, af hverju var hann tekinn inn? Svarið við því er að hann fer í ákveðinn forgang,“ segir Þórarinn og segir það vera vegna þess að Björgvin falli í þann hóp sem ekki hefur verið áður inni á Vogi. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Ákvörðun um kæru verður tekin brátt Oddviti Ásahrepps vonast til að hægt verði að komast hjá því að kæra mál Björgvins G. Sigurðssonar til lögreglu. 20. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„Það er von að menn spyrji,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, spurður um biðlistann eftir því að komast í áfengis- og vímuefnameðferð. Fjöldamargir eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi og geta sumir þurft að bíða í allt að þrjá mánuði. Því vakti það athygli margra í gær þegar Björgvin Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og sveitarstjóri Áshrepps, greindi frá því að hann færi í meðferð á Vogi næstkomandi miðvikudag. Björgvin tók þessa ákvörðun eftir að honum var sagt upp sem sveitarstjóra Áshrepps í síðustu viku fyrir að hafa dregið sér fé í opinberu starfi og því ljóst að hann þurfti ekki að bíða í þrjá mánuði eftir að komast í meðferð. Því er Þórarinn Tyrfingsson spurður hvernig fólk kemst fram fyrir þennan biðlista.Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Heiða„Meikar stundum ekki sens“„Það er eðlilegt að menn spyrji um það því það meikar stundum ekki sens,“ segir Þórarinn. „Þeir sem hafa forgang hérna er fólk sem ekki hefur verið hér áður. Þar á eftir kemur fólk sem er mjög mikið veikt og endurkomu fólk, sem er þá inni á bráðamóttöku og hefur farið þangað vegna sjálfsvígstilrauna eða með sýkingar, eða fólk sem er á okkar göngudeild og er mjög illa á sig komið. Þá hefur það forgang. Svo í tilfelli Björgvins þá hefur hann ekki komið hér oft svo hann hefur ákveðinn forgang,“ segir Þórarinn en Björgvin greindi frá því í viðtali við Herðubreið í gær að hann hætti að drekka fyrir tíu árum. „Og það gekk vel í nokkur ár en í róti síðustu ára fór ég að misnota það aftur í vaxandi mæli,“ sagði Björgvin.„Best fyrir þjóðfélagið“ Þórarinn segir að einnig sé rétt að spyrja hvort þessi forgangsröðun á Vogi sé rétt. „Það er hægt að segja að maður sem kemur hér inn til dæmis og mikið er í húfi og svo erum við búin að vera með hann í langri meðferð, svo fellur hann. Samkvæmt öllu ætti ekki að taka hann inn því hann var hér fyrir hálfu ári, en kannski er lang skynsamlegast að kippa honum strax inn, það er best fyrir hann, best fyrir okkur og best fyrir þjóðfélagið. En ennþá erum við að raða þessu inn svona eftir kannski einhverjum gömlum viðhorfum og hugsunarhætti. Allt er þetta til að rugla fólk í ríminu.“ Hann segir það vera algalið að fólk komist ekki í meðferð fljótt og örugglega ef það er mikið veikt. „Alltaf þegar koma biðlistar, hvort sem það er mjaðmaaðgerð eða hvað sem það er, þá kemur þessi umræða frá almenningi og öllum, hvernig er raðað, hverjir taka ákvarðanir um að þetta fólk komi inn. Er þetta bara dregið upp úr hatti eða hvað? Þetta fylgir alltaf og mér finnst eðlilegt að fólk spyrji þessara spurninga og fólk á að gera það, af hverju var hann tekinn inn? Svarið við því er að hann fer í ákveðinn forgang,“ segir Þórarinn og segir það vera vegna þess að Björgvin falli í þann hóp sem ekki hefur verið áður inni á Vogi.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Ákvörðun um kæru verður tekin brátt Oddviti Ásahrepps vonast til að hægt verði að komast hjá því að kæra mál Björgvins G. Sigurðssonar til lögreglu. 20. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Ákvörðun um kæru verður tekin brátt Oddviti Ásahrepps vonast til að hægt verði að komast hjá því að kæra mál Björgvins G. Sigurðssonar til lögreglu. 20. janúar 2015 07:00
„Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36
Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14
Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45