Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 12:15 Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi verið platað til að taka á móti aðildarumsókn Íslands að sambandinu á sínum tíma. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að tillaga sem tryggi ekki aðkomu þjóðarinnar að málinu muni gera allt vitlaust í þinginu. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra minnti á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. En málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn sökuðu Bjarna Beneditksson formann flokksins um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og mótmælaalda reis í þjóðfélaginu. „Það eru deildar meiningar eðlilega. En ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti þeirra, sé einhuga á bakvið það að slíta þessum viðræðum,“ sagði Gunnar Bragi. Sem þá var spurður afhverju mætti ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið. „Ég meina, af hverju var þjóðinni ekki leyft að kjósa þegar við fórum af stað? Er ekki rétt að núllstilla þessa stöðu sem við erum í núna? Við vorum einhvern veginn plötuð inn í þetta ferli. Evrópusambandið var platað til að taka við umsókn sem ekki var fylgi á bakvið. Þið muni eftir því að ríkisstjórnin var meira að segja klofin,“ sagði Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir engan hafa verið blekktan í þessum efnum. „Það er auðvitað tóm vitleysa og sýnir að hann þekkir ekki söguna eða er að fara í felur. Á þessum tíma var yfirgnæfandi fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum fyrir því að sækja um. En það sem meira var, það var mjög sterkur stuðningur við það í þinginu. Og það var fylgi við umsóknina í öllum flokkum. Þar á meðal hans flokki þar sem voru þrír þingmenn sem vildu fara þessa leið,“ segir Össur. Ef einhverjir standi fyrir blekkingum séu það oddvitar núverandi stjórnarflokka sem hefðu lofað bæði fyrir og eftir kosningar að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni hafi sagt á síðsta ári að svona tillaga kæmi aldrei fram aftur nema tryggt yrði að þjóðin hefði aðkomu að málinu. „Svo við eigum eftir að sjá hvort hún kemur fram í sama formi. En ef hún kemur fram verður auðvitað allt vitlaust í þingu og mér þykir líklegt að það verði fjöldamótmæli eins og í fyrra,“ segir Össur. Þá muni svona tillaga líklega leiða til þess að sneið klofni úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt framboð komi fram sem tryggi að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum. „Það er mjög sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli því láta Framsókn knýja sig í vegferð sem leiðir til klofnings Sjálfstæðisflokksins og eiginlega garantís fyrir því að ríkisstjórnin muni falla,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi verið platað til að taka á móti aðildarumsókn Íslands að sambandinu á sínum tíma. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að tillaga sem tryggi ekki aðkomu þjóðarinnar að málinu muni gera allt vitlaust í þinginu. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra minnti á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. En málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn sökuðu Bjarna Beneditksson formann flokksins um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og mótmælaalda reis í þjóðfélaginu. „Það eru deildar meiningar eðlilega. En ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti þeirra, sé einhuga á bakvið það að slíta þessum viðræðum,“ sagði Gunnar Bragi. Sem þá var spurður afhverju mætti ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið. „Ég meina, af hverju var þjóðinni ekki leyft að kjósa þegar við fórum af stað? Er ekki rétt að núllstilla þessa stöðu sem við erum í núna? Við vorum einhvern veginn plötuð inn í þetta ferli. Evrópusambandið var platað til að taka við umsókn sem ekki var fylgi á bakvið. Þið muni eftir því að ríkisstjórnin var meira að segja klofin,“ sagði Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir engan hafa verið blekktan í þessum efnum. „Það er auðvitað tóm vitleysa og sýnir að hann þekkir ekki söguna eða er að fara í felur. Á þessum tíma var yfirgnæfandi fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum fyrir því að sækja um. En það sem meira var, það var mjög sterkur stuðningur við það í þinginu. Og það var fylgi við umsóknina í öllum flokkum. Þar á meðal hans flokki þar sem voru þrír þingmenn sem vildu fara þessa leið,“ segir Össur. Ef einhverjir standi fyrir blekkingum séu það oddvitar núverandi stjórnarflokka sem hefðu lofað bæði fyrir og eftir kosningar að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni hafi sagt á síðsta ári að svona tillaga kæmi aldrei fram aftur nema tryggt yrði að þjóðin hefði aðkomu að málinu. „Svo við eigum eftir að sjá hvort hún kemur fram í sama formi. En ef hún kemur fram verður auðvitað allt vitlaust í þingu og mér þykir líklegt að það verði fjöldamótmæli eins og í fyrra,“ segir Össur. Þá muni svona tillaga líklega leiða til þess að sneið klofni úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt framboð komi fram sem tryggi að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum. „Það er mjög sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli því láta Framsókn knýja sig í vegferð sem leiðir til klofnings Sjálfstæðisflokksins og eiginlega garantís fyrir því að ríkisstjórnin muni falla,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira