Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2015 14:44 "Það næsta sem ég veit er að ég ligg í jörðinni og árásarmennirnir flúnir af vettvangi,“ sagði Aron um árásina. Vísir/KTD/Eva Björk Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni sem Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, varð fyrir í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs hefur engu skilað. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram frá því að rannsókn á málinu hóst. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að engin tíðindi séu af málinu. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, greindi frá því á blaðamannafundi þann 30. desember að lögreglan væri að skoða myndbandsupptökur frá vettvangi. Nú er ljóst að ekkert kom út úr því.Aron mun ekki spila með landsliðinu gegn Egyptum á morgun vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Tékklandi í gær. Aron fékk högg undir kjálkann í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu. Ólíklegt er að hann verði meira með á mótinu að sögn Örnólfs Valdimarssonar, læknis íslenska liðsins.Árásin líkleg ástæða heilahristingins Örnólfur segir í samtali við Vísi að Aron hafi einkenni heilahristings. Líklega sé ástæðan sú að hann fékk höfuðhögg fyrir nokkrum vikum. Vísar Örnólfur þar til líkamsárásarinnar þar sem Aron fékk skurð á augabrún og brákað kinnbein. „Ef hann verður einkennalaus í dag eða á morgun þá fær hann að hreyfa sig á morgun og þá sjáum við til hvernig hann verður. Ef hann verður fínn við áreynslu þá má hann spila en ef hann er með einkenni þá má hann ekki spila.“Aron Pálmarsson í sigurleiknum gegn Alsír í Katar.Vísir/Eva BjörkFá ekki að komast upp með þetta Ráðist var á Aron síðustu helgina í desember en landsliðsmennirnir voru þá komnir til landsins í aðdraganda landsliðsæfinga fyrir HM í Katar. Aron var að stíga upp í leigubíl eftir að hafa verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þá réðust tveir menn skyndilega á hann. „Og það næsta sem ég veit er að ég ligg í jörðinni og árásarmennirnir flúnir af vettvangi,“ sagði Aron í viðtali við RÚV í desember.Sjá einnig:Eflaust segja sumir að maður eigi ekki að vera í bænum Árásin var kærð til lögreglu. „Ég ætla ekki að leyfa þessum mönnum að komast upp með þetta enda hefur árásin þegar haft sínar afleiðingar - ég missi af tveimur landsliðsæfingum,“ sagði Aron. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hrópar þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. 20. janúar 2015 23:36 Íslenskt grobb í stúkunni | Mynd af flottasta borða HM Handboltadómaraparið Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson eru staddir á HM í Katar ásamt nokkrum félögum sínum og þeir eru sjálfsögðu búnir að búa til skemmtilegan borða. 21. janúar 2015 10:00 Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni sem Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, varð fyrir í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs hefur engu skilað. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram frá því að rannsókn á málinu hóst. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að engin tíðindi séu af málinu. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, greindi frá því á blaðamannafundi þann 30. desember að lögreglan væri að skoða myndbandsupptökur frá vettvangi. Nú er ljóst að ekkert kom út úr því.Aron mun ekki spila með landsliðinu gegn Egyptum á morgun vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Tékklandi í gær. Aron fékk högg undir kjálkann í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu. Ólíklegt er að hann verði meira með á mótinu að sögn Örnólfs Valdimarssonar, læknis íslenska liðsins.Árásin líkleg ástæða heilahristingins Örnólfur segir í samtali við Vísi að Aron hafi einkenni heilahristings. Líklega sé ástæðan sú að hann fékk höfuðhögg fyrir nokkrum vikum. Vísar Örnólfur þar til líkamsárásarinnar þar sem Aron fékk skurð á augabrún og brákað kinnbein. „Ef hann verður einkennalaus í dag eða á morgun þá fær hann að hreyfa sig á morgun og þá sjáum við til hvernig hann verður. Ef hann verður fínn við áreynslu þá má hann spila en ef hann er með einkenni þá má hann ekki spila.“Aron Pálmarsson í sigurleiknum gegn Alsír í Katar.Vísir/Eva BjörkFá ekki að komast upp með þetta Ráðist var á Aron síðustu helgina í desember en landsliðsmennirnir voru þá komnir til landsins í aðdraganda landsliðsæfinga fyrir HM í Katar. Aron var að stíga upp í leigubíl eftir að hafa verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þá réðust tveir menn skyndilega á hann. „Og það næsta sem ég veit er að ég ligg í jörðinni og árásarmennirnir flúnir af vettvangi,“ sagði Aron í viðtali við RÚV í desember.Sjá einnig:Eflaust segja sumir að maður eigi ekki að vera í bænum Árásin var kærð til lögreglu. „Ég ætla ekki að leyfa þessum mönnum að komast upp með þetta enda hefur árásin þegar haft sínar afleiðingar - ég missi af tveimur landsliðsæfingum,“ sagði Aron.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hrópar þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. 20. janúar 2015 23:36 Íslenskt grobb í stúkunni | Mynd af flottasta borða HM Handboltadómaraparið Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson eru staddir á HM í Katar ásamt nokkrum félögum sínum og þeir eru sjálfsögðu búnir að búa til skemmtilegan borða. 21. janúar 2015 10:00 Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00
Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50
Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hrópar þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. 20. janúar 2015 23:36
Íslenskt grobb í stúkunni | Mynd af flottasta borða HM Handboltadómaraparið Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson eru staddir á HM í Katar ásamt nokkrum félögum sínum og þeir eru sjálfsögðu búnir að búa til skemmtilegan borða. 21. janúar 2015 10:00
Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35