Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2015 20:50 vísir/pjetur/eva björk Ísland tapaði fyrir Tékklandi með ellefu marka mun, 25-36, í fjórða leik liðsins á HM 2015 í Katar. Gjörsamlega ömurleg frammistaða hjá okkar mönnum í dag. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Tékklandi:Björgvin Páll Gústavsson - 3 Hann varði 39 prósent skotanna sem hann fékk á sig, en í raun var manninum vorkunn að standa fyrir aftan hripleka vörn Íslands og fá hraðaupphlaup í andlitið trekk í trekk.Guðjón Valur Sigurðsson - 1 Líklega versti landsleikur fyrirliðans frá upphafi. Hefur ekki fundið takt í mótinu eða í þessu liði Íslands. Brenndi af öllum sex skotum sínum í dag. Takið eftir; við erum að tala um besta hornamann heims.Aron Pálmarsson - 1 Fann engan takt í sinn leik. Byrjaði leikinn mjög illa og virtist missa móðinn og skorti sjálfstaust. Við erum að tala um einn besta handboltamann heims. Fór af velli meiddur í fyrri hálfleik.Snorri Steinn Guðjónsson - 3 Sá eini af útilínunni sem náði að halda haus. Var maðurinn á bakvið flest mörkin í leiknum. Hefði þurft að vera með betri skotnýtingu.Alexander Petersson - 1 Líkt og Guðjón Valur hefur Alexander Petersson ekki fundið takt í þessu móti. Virkar óöruggur í öllum sínum aðgerðum og virðist ekki líða vel inn á vellinum.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1 Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Frökkum. Virtist óöruggur og í raun ekki að átta sig á hvaða hlutverk hann hafði í leiknum.Róbert Gunnarsson - 3 Skilaði sínu en kannski má spyrja sig hvers vegna hann lék ekki meira. Við höfum því miður ekki svör við því. Kláraði færin sín vel.Sverre Andreas Jakobsson - 1 Lék vel gegn Frakklandi þar sem hann barði liðið áfram en virtist algjörlega úti á þekju í dag.Bjarki Már Gunnarsson - 2 Reyndi allt hvað hann gat en það sást langar leiðir þegar líða fór á leikinn að honum skortir reynslu og líkt og aðrir missti hann móðinn.Stefán Rafn Sigurmannsson - 3 Skoraði úr báðum skottilranum sínum í leiknum. Leikmaður sem við þurfum að horfa á með framtíðina í huga. Mætti spila meira - sérstaklega í þessum leik.Arnór Atlason - 1 Kom kannski full seint inn miðað við byrjun íslenska liðsins en því miður fann hann aldrei takt í sinn leik og skaut oftar í varnarvegginn en á markið sjálft.Sigurbergur Sveinsson - 1 Miðað við frammistöðuna á HM það sem af er á Sigurbergur langt í land. Gleymum því þó ekki að hann hefur leikið vel í Þýskalandi og hefur hæfileika. Hvar eru þeir?Arnór Þór Gunnarsson - 2 Það var krafa að gefa Arnóri tækifæri í liðinu fyrir þetta heimsmeistaramót og hann var valinn á kostnað Þóris Ólafssonar. Það var röng ákvörðun.Kári Kristján Kristjánsson - 3 Verður ekki sakaður um að leggja sig ekki fram. Það hlýtur að vera umhugsunarefni þegar leikmaður sem spilar í Olís-deild karla á Íslandi sé einn af betri mönnum liðsins.Vignir Svavarsson - 2 Hefur skilað sínu í sókninni þegar hann fær tækifæri en eins og aðrir varnarmenn íslenska liðsins nær hann varla að klukka andstæðinganna. Skorar tvö mörk úr tveimur skotum sem rífa hann upp úr kjallaranum.Aron Rafn Eðvarðsson - 2 Varði fimm skot af 19 sem gera 26 prósent. Eins og með Björgvin var honum vorkunn að standa fyrir aftan þessa vörn í dag.Aron Kristjánsson - 1 Liðið spilaði „júggafærslur“ nánast allan leikinn og sótti alltaf inn á miðjuna. Íslenska liðið virkaði andlaust og það mætti ekki til leiks. Það er ekki hægt að skella skuldinni á þjálfarann alfarið, en hann auðvitað ber ábyrgð á frammistöðunni og hvernig liðið hefur leikið ásamt reynslumestu leikmönnum liðsins. Þeir verða líka að taka á sig ábyrgð.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54 Björgvin Páll: Við vorum bara ekki klárir í þetta Landsliðsmarkvörðurinn segir liðið ekki hafa verið rétt stillt andlega. 22. janúar 2015 20:26 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42 Snorri Steinn: Til háborinnar skammar Leikstjórnandinn var niðurlútur eftir ellefu marka tap Íslands gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:25 Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Tékklandi með ellefu marka mun, 25-36, í fjórða leik liðsins á HM 2015 í Katar. Gjörsamlega ömurleg frammistaða hjá okkar mönnum í dag. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Tékklandi:Björgvin Páll Gústavsson - 3 Hann varði 39 prósent skotanna sem hann fékk á sig, en í raun var manninum vorkunn að standa fyrir aftan hripleka vörn Íslands og fá hraðaupphlaup í andlitið trekk í trekk.Guðjón Valur Sigurðsson - 1 Líklega versti landsleikur fyrirliðans frá upphafi. Hefur ekki fundið takt í mótinu eða í þessu liði Íslands. Brenndi af öllum sex skotum sínum í dag. Takið eftir; við erum að tala um besta hornamann heims.Aron Pálmarsson - 1 Fann engan takt í sinn leik. Byrjaði leikinn mjög illa og virtist missa móðinn og skorti sjálfstaust. Við erum að tala um einn besta handboltamann heims. Fór af velli meiddur í fyrri hálfleik.Snorri Steinn Guðjónsson - 3 Sá eini af útilínunni sem náði að halda haus. Var maðurinn á bakvið flest mörkin í leiknum. Hefði þurft að vera með betri skotnýtingu.Alexander Petersson - 1 Líkt og Guðjón Valur hefur Alexander Petersson ekki fundið takt í þessu móti. Virkar óöruggur í öllum sínum aðgerðum og virðist ekki líða vel inn á vellinum.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1 Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Frökkum. Virtist óöruggur og í raun ekki að átta sig á hvaða hlutverk hann hafði í leiknum.Róbert Gunnarsson - 3 Skilaði sínu en kannski má spyrja sig hvers vegna hann lék ekki meira. Við höfum því miður ekki svör við því. Kláraði færin sín vel.Sverre Andreas Jakobsson - 1 Lék vel gegn Frakklandi þar sem hann barði liðið áfram en virtist algjörlega úti á þekju í dag.Bjarki Már Gunnarsson - 2 Reyndi allt hvað hann gat en það sást langar leiðir þegar líða fór á leikinn að honum skortir reynslu og líkt og aðrir missti hann móðinn.Stefán Rafn Sigurmannsson - 3 Skoraði úr báðum skottilranum sínum í leiknum. Leikmaður sem við þurfum að horfa á með framtíðina í huga. Mætti spila meira - sérstaklega í þessum leik.Arnór Atlason - 1 Kom kannski full seint inn miðað við byrjun íslenska liðsins en því miður fann hann aldrei takt í sinn leik og skaut oftar í varnarvegginn en á markið sjálft.Sigurbergur Sveinsson - 1 Miðað við frammistöðuna á HM það sem af er á Sigurbergur langt í land. Gleymum því þó ekki að hann hefur leikið vel í Þýskalandi og hefur hæfileika. Hvar eru þeir?Arnór Þór Gunnarsson - 2 Það var krafa að gefa Arnóri tækifæri í liðinu fyrir þetta heimsmeistaramót og hann var valinn á kostnað Þóris Ólafssonar. Það var röng ákvörðun.Kári Kristján Kristjánsson - 3 Verður ekki sakaður um að leggja sig ekki fram. Það hlýtur að vera umhugsunarefni þegar leikmaður sem spilar í Olís-deild karla á Íslandi sé einn af betri mönnum liðsins.Vignir Svavarsson - 2 Hefur skilað sínu í sókninni þegar hann fær tækifæri en eins og aðrir varnarmenn íslenska liðsins nær hann varla að klukka andstæðinganna. Skorar tvö mörk úr tveimur skotum sem rífa hann upp úr kjallaranum.Aron Rafn Eðvarðsson - 2 Varði fimm skot af 19 sem gera 26 prósent. Eins og með Björgvin var honum vorkunn að standa fyrir aftan þessa vörn í dag.Aron Kristjánsson - 1 Liðið spilaði „júggafærslur“ nánast allan leikinn og sótti alltaf inn á miðjuna. Íslenska liðið virkaði andlaust og það mætti ekki til leiks. Það er ekki hægt að skella skuldinni á þjálfarann alfarið, en hann auðvitað ber ábyrgð á frammistöðunni og hvernig liðið hefur leikið ásamt reynslumestu leikmönnum liðsins. Þeir verða líka að taka á sig ábyrgð.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54 Björgvin Páll: Við vorum bara ekki klárir í þetta Landsliðsmarkvörðurinn segir liðið ekki hafa verið rétt stillt andlega. 22. janúar 2015 20:26 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42 Snorri Steinn: Til háborinnar skammar Leikstjórnandinn var niðurlútur eftir ellefu marka tap Íslands gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:25 Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54
Björgvin Páll: Við vorum bara ekki klárir í þetta Landsliðsmarkvörðurinn segir liðið ekki hafa verið rétt stillt andlega. 22. janúar 2015 20:26
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42
Snorri Steinn: Til háborinnar skammar Leikstjórnandinn var niðurlútur eftir ellefu marka tap Íslands gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:25
Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17