Handbolti

„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, í leikslok.
Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, í leikslok. Vísir/Eva Björk
„Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær.

„Við vorum rosalega þungir og kraftlitlir í öllum okkar aðgerðum - fintum og stökkum. Verst af öllu var að við skiluðum okkur ekki nægilega vel til baka í vörnina sem þeir nýttu sér.“

Hann segir erfitt að útskýra hvað hafi gerst hjá íslenska landsliðinu sem spilaði svo vel aðeins tveimur dögum áður. „Ég veit ekki hvort það hafi verið svo lítið eftir á tanknum en það voru einhver þyngsli í liðinu og mikið kraftleysi. Tékkarnir hafa spilað jafn marga leiki og við á mótinu.“

Aron bendir á að enn einu sinni á markvörðurinn í liði andstæðinganna stórleik. „Í kvöld gátu þeir leyft sér að standa flatir í vörninni gekk okkur og þegar svo er getur verið afar erfitt að eiga við þá. En aðalmálið er að við vorum að spila hrikalega illa og það er eitthvað sem má einfaldlega ekki gerast.“

Ísland mætir Egyptalandi í lokaleik riðilsins á laugardaginn þar sem liðiðverður væntanlega að vinna til að komast í 16 liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×