Erlent

Tíu létust í árásum í Mariupol

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Flugvöllurinn í Donetsk. Myndin er tekin 21. janúar.
Flugvöllurinn í Donetsk. Myndin er tekin 21. janúar. vísir/ap
Tíu hið minnsta féllu í flugskeytaárásum í hafnarborginni Mariupol í austurhluta Úkraínu í morgun. Sprengjunum var varpað á íbúðarhverfi í borginni.

Ekkert lát er á átökum Úkraínuhers og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Blóðugir bardagar hafa lengi geisað við flugvöllinn í Donetsk en í gær létu að minnsta kosti þrettán lífið þegar sprengja féll á strætisvagnabiðstöð í Donetsk.

Nær fimm þúsund hafa látist síðan átökin hófust í fyrra og rúm milljón er á vergangi. Engin vopnahlé hafa haldið en fulltrúar Rússa og Úkraínumanna, ásamt Frakka og Þjóðverja, reyndu enn á ný að semja á neyðarfundi í Berlín á fimmtudag. Þá hafnaði leiðtogi aðskilnaðarsinna í gær frekari viðræðum við stjórnvöld í Kænugarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×