Enski boltinn

Sissoko langar til Arsenal

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sissoko hefur slegið í gegn á St. James' Park
Sissoko hefur slegið í gegn á St. James' Park vísir/getty
Moussa Sissoko leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fer ekkert leynt með að hann hefur hug á að fara til stærra félags og þá sé Arsenal draumafélagið hans.

Sissoko hefur leikið vel fyrir Newcastle á leiktíðinni en Newcastle hefur ekki áhuga á að selja þó Arsenal og PSG hafi bæði áhuga á leikmanninum.

„Leikmannaglugginn er opinn og hlutirnir geta breyst hratt en ég einbeiti mér að því að leika með Newcastle,“ sagði Sissoko við Telefoot.

„Ef eitthvað gerist, þá gerist það. Ég vonast til að ganga til liðs við stærra félag einn góðan veðurdag en ég veit ekki hvenær.

„Ég vil leika á Englandi. Ef Arsene Wenger hringir mun ég ræða við hann undir fjögur augu og svo sjáum við til. Arsenal hefur alltaf verið í uppáhaldið hjá mér.

„Vonandi bæti ég mig og vinn Meistaradeildina einn daginn. Ég vil ná lengra. Það er mitt markmið,“ sagði Sissoko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×