Enski boltinn

Szczesny reykti sig ekki á bekkinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vel klæddur Wenger
Vel klæddur Wenger vísir/getty
Arsene Wenger knattspyrnustóri Arsenal segir agabrot ekki vera ástæðu þess að hann hafi valið David Ospina í mark Arsenal í sigrinum á Stoke í dag fram yfir Wojciech Szczesny.

Szczesny var sektaður af Arsenal í vikunni fyrir að kveikt sér í sígarettu í sturtu eftir tap liðsins gegn Southampton fyrir viku síðan. Wenger sagði það ekki ástæðu þess að hann hafi valið Ospina í markið.

„Hann átti skilið að leika á ný,“ sagði Wenger við Sky Sports um markvarðavalið.

„Þetta var gott tækifæri til að breyta. Szczesny hefur leikið marga leiki og við vildum sjá Ospina líka. Þetta var ekki agamál, nei. Þú horfir á frammistöðu og form leikmanna og þú verður að vega þreytu inn í þetta líka. Stundum þurfa markverðir hvíld eins og aðrir leikmenn,“ sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×