Fótbolti

Vonar að markið opni dyr fyrir kvennaboltann | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stephanie Roche mætir á uppskeruhátíð FIFA þar sem Cristiano Ronaldo og Lionel Messi voru sestir.
Stephanie Roche mætir á uppskeruhátíð FIFA þar sem Cristiano Ronaldo og Lionel Messi voru sestir. vísir/getty
Írska knattspyrnukonan Stephanie Roche þurfti að lúta í gras fyrir Kólumbíumanninum James Rodríguez í baráttunni um Puskás-verðlaunin; kosningu á vegum FIFA um besta mark hvers árs.

Roche skoraði gjörsamlega magnað mark fyrir Peamont gegn Wexford í írsku úrvalsdeildinni á síðasta ári, en mark James Rodríguez á HM 2014, sem var ekki ósvipað, var kosið það flottasta.

Roche varð í öðru sæti í kosningunni, en hún fékk 33 prósent atkvæða á eftir þeim 42 prósentum sem James fékk. Frábært skallamark Robins van Persie fékk 15 prósent atkvæða og var Roche því með tvöfalt fleiri atkvæði en United-maðurinn.

„Auðvitað er bara gaman að vera komin hingað og ég vil þakka öllum sem kusu mig. Það vantaði ekki mikið upp á, en Kólumbía er stórt land og Írland ekki svo stórt,“ sagði Roche við BBC í gærkvöldi.

„Þessar síðustu tvær vikur hafa verið frábærar. Mikið af fólki hefur talað vel og mikið um markið og það er það eina sem ég hef viljað.“

„Ég vona þetta mark fái fólk til að líta öðruvísi á kvennafótbolta og kannski að vinni kona þessi verðlaun í framtíðinni,“ sagði Stephanie Roche.

Markið frábæra hjá Roche: Sigurmark James Rodríguez: Skallinn sem fékk 15 prósent atkvæða:

Tengdar fréttir

Nadine Kessler besta knattspyrnukona heims

Nadine Kessler, leikmaður VfL Wolfsburg og þýska landsliðsins, var í kvöld kosin besta knattspyrnukona heims árið 2014 en hún fékk verðlaunin afhent í uppskeruhófi FIFA.

Heimir valdi Manuel Neuer bestan í heimi

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, fékk atkvæðisrétt í kosningunni á besta knattspyrnumanni heims en Heimir var ekki sammála meirihlutanum sem valdi Cristiano Ronaldo besta fótboltamann heims annað árið í röð.

James Rodríguez skoraði fallegasta mark ársins

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez skoraði fallegasta mark ársins 2014 að mati FIFA en hann hafði betur í kosningunni um flottasta markið á heimsíðu FIFA og hlýtur því Puskas-verðlaunin að þessu sinni.

Cristiano Ronaldo bræddi mörg hjörtu á sviðinu - myndir

Cristiano Ronaldo fékk í kvöld Gullbolta FIFA annað árið í röð þegar hann var kosinn besti knattspyrnumaður heims af landsliðsþjálfurum, landsliðsfyrirliðum og útvöldum blaðamönnum úr aðildarþjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×