Enski boltinn

Sanogo lánaður til Palace

Sanogo á ferðinni með Arsenal.
Sanogo á ferðinni með Arsenal. vísir/getty
Crystal Palace hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins en Frakkinn Yaya Sanogo er kominn til félagsins.

Hann er lánaður til Palace frá Arsenal úr þessa leiktíð. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Alan Pardew fær til félagsins.

Sanogo var einnig orðaður við Bordeaux í heimalandi sínu en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vildi lána hann til félags í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er búinn að spila fimm leiki fyrir Arsenal í vetur og skorað eitt mark. Það kom gegn Dortmund í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×