Fótbolti

Ronaldo saknar Ferguson

Ronaldo og Ferguson hressir.
Ronaldo og Ferguson hressir. vísir/getty
Cristiano Ronaldo var í gær krýndur besti knattspyrnumaður heims annað árið í röð. Hann talaði um Man. Utd er hann mætti á kjörið.

Ronaldo kom til Man. Utd frá Sporting Lisbon árið 2003. Þá var hann aðeins 18 ára. Hann var síðan seldur á metfé til Real Madrid þar sem hann hefur haldið áfram að bæta sinn leik.

„Ég hugsa um Man. Utd. Þar byrjaði minn ferill af alvöru og ég veit að stuðningsmenn liðsins styðja mig enn," sagði Ronaldo en Sir Alex Ferguson hafði mikil áhrif á hann.

„Ég er ekki enn búinn að fá skilaboð frá Ferguson en ég tala oft við hann. Hann sagði mér alltaf að halda áfram að bæta mig. Hann sagði að ég væri bestur og ætti ekki að hugsa um aðra. Hann er æðislegur og ég sakna hans."

Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum fyrir Man. Utd. Hann vann ensku deildina þrisvar, enska bikarinn, deildabikarinn tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×