Enski boltinn

Átta mínútna mótmæli á Villa Park

Þessi stúka verður líklega tóm í upphafi leiks um næstu helgi.
Þessi stúka verður líklega tóm í upphafi leiks um næstu helgi. vísir/getty
Stuðningsmenn Aston Villa eru búnir að fá sig fullsadda á eiganda félagsins, Randy Lerner, og skipuleggja nú alvöru mótmæli um næstu helgi.

Þá kemur Liverpool í heimsókn. Hætt er við því að fáir verði í hinum fræga Holte End á Villa Park í upphafi leiksins.

Allir sem eiga miða í stúkunni eru hvattir til þess að setjast ekki í sætið sitt fyrr en átta mínútur eru liðnar af leiknum. Hver mínúta á að standa fyrir hvert ár sem Lerner hefur átt félagið.

Villa er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins skorað 11 mörk til þessa. Heildarmörkin í öllum keppnum er 12 í 23 leikjum. Það er lélegasti árangurinn í öllum deildum á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×