Enski boltinn

Vítakeppni hjá Everton og West Ham | Sjáið mörkin í framlengingunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham.
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham. Vísir/Getty
West Ham og Everton gerðu 2-2 jafntefli í endurteknum leik í 3. umferð ensku bikarkeppninnar og því verður það vítaspyrnukeppni sem sker út um það hvort liðið mætir C-deildarliðinu Bristol City á útivelli í 4. umferðinni.

Kevin Mirallas kom inn á sem varamaður á 67. mínútu leiksins þegar Everton var búið að vera marki færri í sextán mínútur og manni færri í ellefu mínútur. Hann  skoraði mark sem tryggði liðinu framlengingu og lagði upp mark fyrir Romelu Lukaku sem leit út fyrir að ætlaði að verða sigurmarkið.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, sendi hinsvegar Carlton Cole inná völlinn og hann jafnaði metin skömmu síðar. Markið kom á 113. mínútu og bæði lið fengu tækifæri til að skora fleiri mörk í framlengingunni. Lokatölurnar urðu hinsvegar 2-2 og því ráðast úrslitin í vítakeppni.   

Enner Valencia kom West Ham í 1-0 á 51. mínútu leiksins og fimm mínútum síðar fékk Everton-maðurinn  Aidan McGeady sitt annað gula spjald. Kevin Mirallas skoraði jöfnunarmarkið beint úr aukaspyrnu á 82. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Romelu Lukaku á 97. mínútu.

Það er hægt að sjá öll mörk leiksins hér fyrir neðan en mörkin eru í öfugri tímaröð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×