Erlent

Bandaríski hluti geimstöðvarinnar tæmdur

Samúel Karl Ólason skrifar
Í geimstöðinni eru sex geimfarar.
Í geimstöðinni eru sex geimfarar. Vísir/AFP
Sex geimfarar Alþjóðlegu geimstöðvarinnar hafa leitað skjóls í rússneska hluta stöðvarinnar vegna ótta við að ammóníak hafi lekið úr kælikerfi. Útlit er þó fyrir að um mælar hafi bilað og að ammóníak hafi leikið í raun.

Á meðan gengið er úr skugga um hvort að lekinn sé raunverulegur eða ekki, munu geimfararnir halda sér í rússneska hluta stöðvarinnar.


Broadcast live streaming video on Ustream
Um borð í stöðinni eru þrír Rússar, tveir Bandaríkjamenn og einn Ítali. Birgðir geimfaranna munu endast þeim í um viku, en ástand þeirra er nú tryggt.

Samkvæmt nýjustu fréttum er talið ólíklegt að ammóníak hafi lekið, en nauðsynlegt er að ganga úr skugga um að svo sé ekki. Því munu geimfararnir ekki opna á milli hluta stöðvanna að svo stöddu.

Hér er hægt að fylgjast með útsendingu NASA TV og Twittersíðu geimstöðvarinnar.


Broadcast live streaming video on Ustream



Fleiri fréttir

Sjá meira


×