Fótbolti

Aron kom við sögu í sigri AZ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron hefur skorað tvö mörk í átta deildarleikjum í vetur.
Aron hefur skorað tvö mörk í átta deildarleikjum í vetur. vísir/getty
Bandaríski landsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson spilaði síðustu 14 mínútur leiksins þegar AZ Alkmaar vann 2-0 sigur á FC Dordrecht í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Simon Poulsen og Nemanja Gudelj skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum, en með sigrinum komst AZ upp í 5. sæti deildarinnar með 31 stig.

Þetta var áttundi leikur Arons með AZ í hollensku deildinni í vetur, en hann hefur skorað tvö mörk í leikjunum átta; gegn Vitesse Arnheim í nóvember og Go Ahead Eagles í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×