Fótbolti

Arnar stýrði Cercle Brugge til sigurs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Þór og félagar eru í harðri botnbaráttu í Belgíu.
Arnar Þór og félagar eru í harðri botnbaráttu í Belgíu. facebook-síða cercle brugge
Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans í Cercle Brugge unnu mikilvægan sigur á Sporting Charleroi í fallbaráttunni í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Mörkin komu seint en komu þó á síðustu mínútum leiksins. Jinty Caenepeel skoraði fyrra mark Cercle á 79. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Stephen Buyl annað mark og gulltryggði sigur Arnars og félaga sem eru 13. sæti af 16 liðum, þremur stigum frá fallsæti.

Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahópi Zulte-Waregem sem vann 1-3 útisigur á Waasland-Beveren.

Waregem er í 9. sæti deildarinnar með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×