Enski boltinn

Pardew hefur störf hjá Crystal Palace í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Keith Millen segir að Alan Pardew muni í dag hefja störf sem nýr knattspyrnustjóri Crystal Palace. Pardew kemur til félagsins frá Newcastle þar sem hann hefur verið undanfarin fjögur ár.

Millen hefur stýrt Crystal Palace síðan að félagið sagði Neil Warnock upp störfum um helgina. Pardew var svo mættur í stúkuna í gær og fylgdist með er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Millen staðfesti eftir leikinn að Pardew myndi taka við liðinu og hefja störf í dag. „Vonandi tekst honum að bæta liðið og gera okkur betri,“ sagði Millen en Crystal Palace er sem stendur í fallsæti. Liðið hefur ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum en liðið vann síðast Liverpool þann 23. nóvember.


Tengdar fréttir

Pardew má ræða við Palace

Það bendir margt til þess að Alan Pardew sé á förum frá Newcastle til Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×