Enski boltinn

Pardew má ræða við Palace

Alan Pardew.
Alan Pardew. vísir/getty
Það bendir margt til þess að Alan Pardew sé á förum frá Newcastle til Crystal Palace.

Orðrómur þess efnis hefur tröllriðið öllu í dag og nú er staðfest að orðrómurinn var sannur.

Palace og Newcastle hafa náð saman um verðmiðann á Pardew og stjórinn hefur nú fengið leyfi til þess að ræða við Palace.

Pardew á enn sex ár eftir eftir af hinum fræga átta ára samningi sínum við Newcastle.

Stjórinn er fyrrum leikmaður Palace og fyrsti kostur félagsins eftir að það rak Neil Warnock í fyrradag.

Nú er bara spurning hvað Pardew vill gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×