Erlent

Krabbamein að mestu „óheppni“

Samúel Karl Ólason skrifar
Gömlum frumum í líkamanum er sífellt skipt út fyrir nýjar en í hvert sinn aukast líkurnar á því að frumur verði að krabbameini.
Gömlum frumum í líkamanum er sífellt skipt út fyrir nýjar en í hvert sinn aukast líkurnar á því að frumur verði að krabbameini. Vísir/Getty
Samkvæmt nýrri rannsókn, sem unnin var í Bandaríkjunum, er ekki hægt að rekja flestar tegundir krabbameins til áhættuatriða eins og reykinga. Þessi í stað ráði óheppni einfaldlega för. Tveir þriðju af þeim tegundum krabbameins sem rannsóknin náði yfir, komu til vegna tilviljanakenndra stökkbreytinga frekar en vegna lífstíls.

Þrátt fyrir það eru algengustu og hættulegustu krabbameinin oftast til komin vegna lífstíls einstaklinga.

Niðurstaða rannsóknarinnar sem unnin var af vísindamönnum í John Hopkins háskólanum og Bloomberg háskólanum, var birt í Science tímaritinu.

Í Bandaríkjunum fá 6,9 prósent einstaklinga lungnakrabbamein, 0,6 prósent fá heilakrabbamein og 0,00072 prósent fá krabbamein í vélinda. Á vef BBC segir að reykingar gætu útskýrt af hverju lungnakrabbamein sé svo algengt.

Á móti kemur að meltingarkerfið verður fyrir mun meiri áreiti eitrunarvalda en heilinn, en samt sem áður er heilakrabbamein þrisvar sinnum algengara en krabbamein í þörmum.

Gömlum frumum í líkamanum er sífellt skipt út fyrir nýjar en í hvert sinn aukast líkurnar á því að frumur verði að krabbameini. Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna eru tveir þriðju allra krabbameina vegna tilviljanakenndra stökkbreytinga við endurnýjun fruma. Ekki er hægt að koma í veg fyrir þessar stökkbreytingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×