Enski boltinn

Ekkert tilboð borist í Berahino

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berahino í leik gærdagsins.
Berahino í leik gærdagsins. Vísir/Getty
Ekkert tilboð hefur borist í Saido Berahino, framherja WBA, en þetta staðfesti Tony Pulis, nýráðinn stjóri WBA, eftir leik liðsins gegn Gateshead í gær. Leikurinn var fyrsti leikur WBA undir stjórn Pulis.

Undanfarna daga og vikur hefur enski U21-árs landsliðsmaðurinn verið orðaður við bæði Tottenham og Liverpool og gengið svo langt að mögulegt væri að hann myndi yfirgefa WBA í janúar.

„Berahino er með fullt af hæfileikum. Það er mikið af sögusögnum í kringum hann og þú getur séð afhverju. Hann er mjög hraður, með frábært jafnvægi og skorar mörk," sagði Pulis eftir leikinn gegn Gateshead í dag.

„Þegar ég kom hér inn hafði ekki borist neitt tilboð til formannsins og við munum reyna gera okkar besta til að þróa hans leik. Hann er mjög efnilegur og hefur frábæra hæfileika; getur skorað mörk og ég hlakka til að vinna með honum."

Berahino var heldur betur heitur í enska bikarnum í gær, en hann skoraði fjögur mörk í 7-0 sigri WBA á Gateshead sem var, eins og fyrr segir, fyrsti leikur Tony Pulis með Albion liðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×