Enski boltinn

20 þúsund skora á Oldham að semja ekki við Evans

Ched Evans.
Ched Evans. vísir/getty
Það ætlar að ganga illa hjá hinum dæmda nauðgara, Ched Evans, að finna sér nýtt knattspyrnulið.

Hann var búinn að ná samkomulagi við Oldham Athletic um samning og átti að mæta á æfingu hjá félaginu í dag. Nú er það allt í óvissu.

Oldham er að íhuga að hætta við að semja við leikmanninn eftir að 20 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til félagsins að semja ekki við leikmanninn.

Oldham mun funda um málið fyrir hádegi og taka endanlega ákvörðun en pressan er mikil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×