Enski boltinn

Gerrard skaut Liverpool áfram í bikarnum | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Gerrard fagnar fyrra marki sínu.
Steven Gerrard fagnar fyrra marki sínu. vísir/getty
Steven Gerrard var hetja Liverpool í kvöld þegar liðið komst í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta með því að vinna D-deildarliðið AFC Wimbledon, 2-1, á útivelli.

Gerrard kom Liverpool yfir í leiknum með skallamarki á 12. mínútu, en tankurinn Adebayo Akinfenwa jafnaði metin fyrir Wimbledon á 36. mínútu.

Í seinni hálfleik skoraði Steven Gerrard sigurmark Liverpool með skoti beint úr aukaspyrnu á 62. mínútu, en fyrirliðinn átti mjög góðan leik og dró vagninn fyrir sína menn.

Í uppbótartíma fékk Wimbledon gott færi, en Belginn Simon Mignolet varði glæsilega af stuttu færi og innsiglaði sigur sinna manna.

Liverpool mætir Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Bolton í næstu umferð á Anfield.

Steven Gerrard kemur Liverpool í 1-0: Adebayo Akinfenwa jafnar metin: Steven Gerrard skorar beint úr aukaspyrnu, 1-2:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×