Fótbolti

Song leggur landsliðsskóna á hilluna

Alex Song.
Alex Song. vísir/getty
Alex Song var fúll yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Kamerún fyrir Afríkukeppnina.

Hann hefur því ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna aðeins 27 ára að aldri.

„Ást mín á landinu mun aldrei breytast. Ég vil einbeita mér að félagsboltanum og að koma ferli mínum almennilega aftur í gang," sagði Song sem er í láni hjá West Ham frá Barcelona.

Song lék síðast fyrir Kamerún á HM síðasta sumar þar sem hann fékk rautt í sínum síðasta leik gegn Króatíu. Hann spilaði 47 landsleiki fyrir þjóð sína.

Þetta eru aftur á móti góð tíðindi fyrir West Ham sem átti von á því að missa leikmanninn í mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×