Enski boltinn

Van Gaal búinn að bjóða Valdes samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Valdes.
Victor Valdes. Vísir/Getty
Spænski markvörðurinn Victor Valdes mun semja við enska úrvalsdeildarliðið Manchester United samkvæmt heimildum spænska blaðsins Mundo Deportivo.

Victor Valdes hefur ekki fundið sér lið eftir að hann hætti hjá Barcelona en Valdes hefur æft með síðan í október á meðan hann hefur verið að koma sér í stand eftir krossbandaslit.

Victor Valdes er 32 ára gamall og hefur aðeins spilað fyrir Barcelona á sínum ferli þar sem hann spilaði yfir 500 leiki og vann yfir tuttugu titla.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nú boðið Victor Valdes samning eftir að markvörðurinn stóðst ítarlega læknisskoðun.

Það lítur því út fyrir að bæði aðal- og varamarkvörður Manchester United verði Spánverji en David De Gea hefur spilað frábærlega með United-liðinu á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×