Charlie Hebdo gerði grín að öllum Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 16:30 Charlie Hebdo gerðu grín að öllu og öllum. Þessar myndir hleyptu öllu í bál og brand. Þeim er nú dreift um allt net, á Facebook og Twitter til að sýna hinum föllnu samúð og til að lýsa yfir samstöðu með tjáningarfrelsinu. Vísir/AFP Gérard Lemarquis kennari er Frakki sem hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála, fréttaflutningi af hinum hrottafengnu árásum á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir. „Ég þekkti þetta fólk; teiknara og blaðamenn. Ég hitti þá árið 1969 þegar blaðið þeirra var bannað. Það var í kjölfar þess að þeir gerðu grín að dauða Charles de Gaulle, þegar hann dó. Gerðu grín að stóra manninum sem var heilagur. Þá var blaðið bannað. Margir mótmæltu og ég hitti þá í tengslum við það,“ segir Gérard.Gérard Lemarquis les Le Monde á góðri stundu, í París.úr einkasafniCharlie Hebdo hét þá Hara-Kiri. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ segir Gérard. Hann segir að þegar blaðið hafi birt skopmyndir af Múhameð fyrir tveimur árum hafi verið varpað eldsprengju inná skrifstofur blaðsins en að öðru leyti voru viðbrögð við því sáralítil. Þá. „Samt var það svo að lögreglan hefur passað skrifstofur blaðsins.“ Þeir tólf sem drepnir voru eru allir frægir blaðamenn og skopmyndateiknarar, að sögn Gérards. „Þeir störfuðu líka á öðrum blöðum.“ Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra. Hann hefur nú verið drepinn ásamt samstarfsfólki sínu. Gérard vefst tunga um tönn þegar hann er spurður um afstöðu Frakka og Parísarbúa til blaðsins. „Þeir eru rótttækir sem kaupa blaðið. Það telst langt til vinstri. Sem er mótsagnakennt. Því þeir sem eru á móti íslamistum eru yfirleitt langt til hægri. Le Penn-istar og fleiri sem eru á móti moskubyggingum, móti múhameðstrú. Hér er um allt annað að ræða. Þetta er vinstra blað, sem taldi að ekki ætti að ritskoða neinn. Það mætti og ætti að gera grín að öllu, þar með talið múhameðstrú.“Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra.Gérard Lemarquis segir að sér sé persónulega brugðið. „Jú, ofboðslega. Þetta er mikil sorg. Og þetta mun hafa miklar afleiðingar í för með sér í Frakklandi. Alveg örugglega. Hverjar þær afleiðingar verða veit enginn á þessu stigi.“ Gérard treystir sér ekki til að spá um hvort þetta muni hafa kælingaráhrif á fjölmiðla í Frakklandi, að þeir muni veigra sér við að fjalla um umdeild mál af ótta við viðbrögð öfgahópa, það er of snemmt um að segja. Charlie Hebdo Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Gérard Lemarquis kennari er Frakki sem hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála, fréttaflutningi af hinum hrottafengnu árásum á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir. „Ég þekkti þetta fólk; teiknara og blaðamenn. Ég hitti þá árið 1969 þegar blaðið þeirra var bannað. Það var í kjölfar þess að þeir gerðu grín að dauða Charles de Gaulle, þegar hann dó. Gerðu grín að stóra manninum sem var heilagur. Þá var blaðið bannað. Margir mótmæltu og ég hitti þá í tengslum við það,“ segir Gérard.Gérard Lemarquis les Le Monde á góðri stundu, í París.úr einkasafniCharlie Hebdo hét þá Hara-Kiri. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ segir Gérard. Hann segir að þegar blaðið hafi birt skopmyndir af Múhameð fyrir tveimur árum hafi verið varpað eldsprengju inná skrifstofur blaðsins en að öðru leyti voru viðbrögð við því sáralítil. Þá. „Samt var það svo að lögreglan hefur passað skrifstofur blaðsins.“ Þeir tólf sem drepnir voru eru allir frægir blaðamenn og skopmyndateiknarar, að sögn Gérards. „Þeir störfuðu líka á öðrum blöðum.“ Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra. Hann hefur nú verið drepinn ásamt samstarfsfólki sínu. Gérard vefst tunga um tönn þegar hann er spurður um afstöðu Frakka og Parísarbúa til blaðsins. „Þeir eru rótttækir sem kaupa blaðið. Það telst langt til vinstri. Sem er mótsagnakennt. Því þeir sem eru á móti íslamistum eru yfirleitt langt til hægri. Le Penn-istar og fleiri sem eru á móti moskubyggingum, móti múhameðstrú. Hér er um allt annað að ræða. Þetta er vinstra blað, sem taldi að ekki ætti að ritskoða neinn. Það mætti og ætti að gera grín að öllu, þar með talið múhameðstrú.“Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra.Gérard Lemarquis segir að sér sé persónulega brugðið. „Jú, ofboðslega. Þetta er mikil sorg. Og þetta mun hafa miklar afleiðingar í för með sér í Frakklandi. Alveg örugglega. Hverjar þær afleiðingar verða veit enginn á þessu stigi.“ Gérard treystir sér ekki til að spá um hvort þetta muni hafa kælingaráhrif á fjölmiðla í Frakklandi, að þeir muni veigra sér við að fjalla um umdeild mál af ótta við viðbrögð öfgahópa, það er of snemmt um að segja.
Charlie Hebdo Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira