Innlent

Stálu 240 iPhone 6 í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Sala iPhone 6 hefur gengið ótrúlega vel í Kína og símarnir eru mjög eftirsóttir.
Sala iPhone 6 hefur gengið ótrúlega vel í Kína og símarnir eru mjög eftirsóttir. Vísir/AFP
Sala iPhone 6 gengur hvergi betur en í Kína, en talið er að Apple hafi selt 69,3 milljónir slíkra síma í landinu á síðasta fjórðungi ársins 2014. Í stað þess að bíða í röð eftir símum ákváðu þrír menn að grafa sig í gegnum vegg vöruskemmu Apple þar sem þeir stálu 240 slíkum símum.

Símarnir eru samtals metnir á um 30 milljónir króna.

Samkvæmt frétt á vef Business Insider voru mennirnir handteknir í síðasta mánuði, en einn þeirra hafði starfað hjá fyrirtæki sem átti vöruskemmuna. Þeir grófu hálfs metra breitt gat í vegg hússins til að komast þar inn.

Samkvæmt fjölmiðlum í Kína fór mest allur peningurinn sem mennirnir fengu fyrir símana í bíla, gull og veðmál. Þeir voru handteknir eftir að lögreglan rakti stolnu símana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×