Enski boltinn

Sjálfustangir bannaðar á White Hart Lane

Elvis getur ekki mætt með þennan búnað á White Hart Lane.
Elvis getur ekki mætt með þennan búnað á White Hart Lane. vísir/getty
Sjálfsmyndaæðið sem tröllríður öllu þessa dagana er gengið svo langt að fjöldi fólks gengur um með sjálfustöng til að auðvelda verknaðinn.

Það er svo sem í lagi að fólk sé að beita þessum stöngum á víðavangi en það versnar í því á knattspyrnuvöllum.

Tottenham hefur nú orðið fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til þess að banna sjálfustangirnar. Var ákveðið að gera það er áhorfendur fóru að kvarta yfir þeim.

Ef einhver ætlar að mæta með slíkt verkfæri á White Hart Lane þá má sá hinn sami gera ráð fyrir því að það verði gert upptækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×