Enski boltinn

Gylfi hefur ekki sent stoðsendingu á annan en Bony síðan í október

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar með félaga sínum hjá Swansea City.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar með félaga sínum hjá Swansea City. Vísir/Getty
Wilfried Bony, framherji Swansea City, er að öllum líkindum á leiðinni til Manchester City og það eru ekki alltof góðar fréttir fyrir Gylfa Þór Sigurðsson í baráttunni um stoðsendingatitil ensku úrvalsdeildarinnar.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur gefið átta stoðsendingar á félaga sína í Swansea-liðinu en hefur nú spilað tólf leiki í röð án þess að gefa stoðsendingu á einhvern annan en Wilfried Bony.

Þrjár af síðustu fjórum stoðsendingum Gylfa hafa verið á Wilfried Bony þar af báðar stoðsendingar hans frá og með miðjum október.

Gylfi gaf fjórar stoðsendingar í fyrstu þremur leikjunum og þrjár þeirra voru á Nathan Dyer en í undanfarna mánuði hafa einu stoðsendingar hans verið á Wilfried Bony.

Stoðsendingar Gylfa í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu:

3 á Wilfried Bony

3 á Nathan Dyer

1 á Wayne Routledge

1 á Sung-Yong Ki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×