Fótbolti

Dagný búin að semja við lið í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagný í leik með Selfossi.
Dagný í leik með Selfossi. Vísir/Valli
Dagný Brynjarsdóttir mun á næstu dögum ganga frá samningum við þýskt úrvalsdeildarfélag. Þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í dag.

Dagný útskrifaðist frá Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum í desember en hún varð bandarískur háskólameistari með liðinu í haust. Hún er ein þriggja sem er tilnefndur sem besti leikmaður deildarinnar.

Hún sagði að þýska liðið hafi beðið um að halda því leyndu um sinn hvar Dagný myndi spila þar til að samningar væru undirritaðir síðar í vikunni.

Dagný spilaði með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar og skoraði þá sjö mörk í ellefu leikjum. Hún lék með Val frá 2007 til 2013 og á þar að auki baki 48 leiki með A-landsliði Íslands. Hún hefur skorað ellefu mörk í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×