Enski boltinn

Evans fær ekki samning hjá Oldham

Ched Evans.
Ched Evans. vísir/getty
Dæmdi nauðgarinn Ched Evans virðist ekki eiga neina framtíð í enska boltanum.

Eftir talsverða yfirlegu af hálfu félagsins er ljóst að Oldham mun ekki semja við leikmanninn. Félagið fékk alls konar hótanir af því það íhugaði að semja við Evans.

Evans hefur oft verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki sýnt neina iðrun í nauðgunarmálinu en hefur nú í fyrsta skipti beðið konuna sem hann nauðgaði afsökunar.

Hann er aftur á móti pirraður yfir því að fá ekki samning og kennir hópi öfgafulls fólks um það.

„Því miður er ég hættur að ræða við Oldham og mér þykir líka miður að róttækur skríll hafi komið í veg fyrir að ég hafi fengið samning með hegðun sinni," sagði Evans en styrktaraðilar höfðu meðal annars hótað að slíta samstarfi sínu við Oldham ef það semdi við Evans.

„Ég má því miður ekki tjá mig of mikið um mitt persónulega mál en ég biðst innilegrar afsökunar á því hvaða áhrif þetta kvöld hefur haft á fjölda fólks. Ekki síst konuna sem um er fjallað. Að lokum vil ég nefna að það fólk sem hefur talað illa um hana á samfélagsmiðlum eru ekki mínir stuðningsmenn. Ég fordæmi svona hegðun."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×