Enski boltinn

Burnley úr fallsæti

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Leikmenn Burnley fagna sigurmarki Ings
Leikmenn Burnley fagna sigurmarki Ings Vísir/Getty
Burnley gerði sér lítið fyrir og lagði QPR 2-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið lyfti sér þar með úr fallsæti.

Scott Arfield kom Burnley yfir á 12. mínútu en Charlie Austin jafnaði metin úr vítaspyrnu á 33. mínútu.  Fjórum mínútum síðar tryggði Danny Ings Burnley sigurinn.

Burnley er með 20 stig í 16. sæti eftir 21 leik. QPR er í fallsæti, 18. sæti með 19 stig.

Á sama tíma lagði botnlið Leicester City Aston Villa 1-0 með marki Paul Konchesky í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Leicester er engu að síður á botni deildarinnar en er nú með 17 stig og einum sigri frá öruggu sæti. Aston Villa er með 22 stig í 13. sæti.

Saido Berahino tryggði WBA mikilvægan sigur á Hull City 1-0 á heimavelli. Berahino skoraði markið mikilvæga tólf mínútum fyrir leikslok.

WBA fór upp í 14. sæti með sigrinum en liðið er með 21 stig. Hull er í 17. sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×