Leigusalar fela myglusvepp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2015 07:00 Hólmsteinn segir kröfurnar um leiguhúsnæði vera margfalt minni á Íslandi en í nágrannalöndunum. vísir/vilhelm Fjölmargir leigjendur sem hafa lent í myglusvepp í leiguíbúð sinni hafa þá sögu að segja að leigusali geri ekkert í málinu og að réttindi þeirra séu lítil sem engin. Einnig að leigusalar haldi áfram að leigja út íbúðina, eftir að fyrri leigjendur segja upp leigunni vegna vandans, án þess að bregðast við sveppnum eða láta nýja leigjendur vita af honum. Fréttablaðið hefur talað við nokkra leigjendur sem hafa þessa sögu að segja og eru hluti af fimm hundruð manna hópi þolenda myglusvepps á Facebook. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, staðfestir að þessi staða leigjenda sé mjög algeng og að hann hafi margar dæmisögur á borði sínu. Hann segir vissulega standa í leigulögum að leiguíbúðir skuli vera í góðu ástandi en að það skorti allt eftirlit. „Leigjendur eiga að geta leitað til byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags eða heilbrigðiseftirlitsins en það hefur verið mikil tregða þar til að koma og taka út íbúðir. Menn hafa vísað þessu frá sér og bent á meindýraeyði.“Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri LeigjendasamtakannaEf húsnæðið er dæmt óíbúðarhæft eða tafarlausra úrbóta krafist af eftirlitinu þá skal leigusali skaffa leigutaka sambærilegt húsnæði á meðan úrbótum stendur. „Það er mjög sjaldgæft að þetta fari þann veg,“ segir Hólmsteinn. „Þar af leiðandi er leigutaki réttindalaus og þarf að yfirgefa íbúðina, oft með þriggja mánaða uppsagnarfresti þrátt fyrir að alvarleg veikindi hrjái hann vegna íbúðarinnar. Mörg dæmi eru um að leigusali sparsli svo veggi, pússi og máli og leigi næstu manneskju án þess að láta vita af myglusveppnum.“ Hólmsteinn segir að eftirlit þyrfti að vera reglugerðarbundið og úttektarskylda á íbúðum í útleigu. „Við höfum talað fyrir því í mörg ár. Það vantar leiguvakt sem myndi sinna þessu hlutverki – sem kæmi málum í farveg og gæt fylgst með ástandi leigumarkaðarins.“ Ekki eru margir sem höfða einkamál vegna þessara mála enda kostar það háar fjárhæðir. Hólmsteinn segir vanta opinbert vald sem hægt væri að leita til. „Það er hægt að leita til kærunefndar húsnæðismála en í svona sveppamálum er sönnunarbyrðin ansi stór og dýrt að kalla til sérfræðinga. Jafnvel þótt niðurstaðan yrði jákvæð fyrir leigutaka þá er það ekki bindandi álit.“ Hólmsteinn segir þetta afar útbreitt vandamál á Íslandi og ef sömu kröfur giltu hér og í Noregi og Svíþjóð til að mynda þá þyrfti að loka um það bil þriðjungi leigumarkaðarins. „Heilsufarslega er þetta gríðarlega alvarlegt mál en það er einhver afneitun í gangi. Hér á landi hefur aldrei þótt tiltökumál þótt það sé fúkkalykt í húsnæði en staðreyndin er sú að fúkkalykt er ávísun á að það sé raki einhvers staðar.“ Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fjölmargir leigjendur sem hafa lent í myglusvepp í leiguíbúð sinni hafa þá sögu að segja að leigusali geri ekkert í málinu og að réttindi þeirra séu lítil sem engin. Einnig að leigusalar haldi áfram að leigja út íbúðina, eftir að fyrri leigjendur segja upp leigunni vegna vandans, án þess að bregðast við sveppnum eða láta nýja leigjendur vita af honum. Fréttablaðið hefur talað við nokkra leigjendur sem hafa þessa sögu að segja og eru hluti af fimm hundruð manna hópi þolenda myglusvepps á Facebook. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, staðfestir að þessi staða leigjenda sé mjög algeng og að hann hafi margar dæmisögur á borði sínu. Hann segir vissulega standa í leigulögum að leiguíbúðir skuli vera í góðu ástandi en að það skorti allt eftirlit. „Leigjendur eiga að geta leitað til byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags eða heilbrigðiseftirlitsins en það hefur verið mikil tregða þar til að koma og taka út íbúðir. Menn hafa vísað þessu frá sér og bent á meindýraeyði.“Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri LeigjendasamtakannaEf húsnæðið er dæmt óíbúðarhæft eða tafarlausra úrbóta krafist af eftirlitinu þá skal leigusali skaffa leigutaka sambærilegt húsnæði á meðan úrbótum stendur. „Það er mjög sjaldgæft að þetta fari þann veg,“ segir Hólmsteinn. „Þar af leiðandi er leigutaki réttindalaus og þarf að yfirgefa íbúðina, oft með þriggja mánaða uppsagnarfresti þrátt fyrir að alvarleg veikindi hrjái hann vegna íbúðarinnar. Mörg dæmi eru um að leigusali sparsli svo veggi, pússi og máli og leigi næstu manneskju án þess að láta vita af myglusveppnum.“ Hólmsteinn segir að eftirlit þyrfti að vera reglugerðarbundið og úttektarskylda á íbúðum í útleigu. „Við höfum talað fyrir því í mörg ár. Það vantar leiguvakt sem myndi sinna þessu hlutverki – sem kæmi málum í farveg og gæt fylgst með ástandi leigumarkaðarins.“ Ekki eru margir sem höfða einkamál vegna þessara mála enda kostar það háar fjárhæðir. Hólmsteinn segir vanta opinbert vald sem hægt væri að leita til. „Það er hægt að leita til kærunefndar húsnæðismála en í svona sveppamálum er sönnunarbyrðin ansi stór og dýrt að kalla til sérfræðinga. Jafnvel þótt niðurstaðan yrði jákvæð fyrir leigutaka þá er það ekki bindandi álit.“ Hólmsteinn segir þetta afar útbreitt vandamál á Íslandi og ef sömu kröfur giltu hér og í Noregi og Svíþjóð til að mynda þá þyrfti að loka um það bil þriðjungi leigumarkaðarins. „Heilsufarslega er þetta gríðarlega alvarlegt mál en það er einhver afneitun í gangi. Hér á landi hefur aldrei þótt tiltökumál þótt það sé fúkkalykt í húsnæði en staðreyndin er sú að fúkkalykt er ávísun á að það sé raki einhvers staðar.“
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira