Leigusalar fela myglusvepp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2015 07:00 Hólmsteinn segir kröfurnar um leiguhúsnæði vera margfalt minni á Íslandi en í nágrannalöndunum. vísir/vilhelm Fjölmargir leigjendur sem hafa lent í myglusvepp í leiguíbúð sinni hafa þá sögu að segja að leigusali geri ekkert í málinu og að réttindi þeirra séu lítil sem engin. Einnig að leigusalar haldi áfram að leigja út íbúðina, eftir að fyrri leigjendur segja upp leigunni vegna vandans, án þess að bregðast við sveppnum eða láta nýja leigjendur vita af honum. Fréttablaðið hefur talað við nokkra leigjendur sem hafa þessa sögu að segja og eru hluti af fimm hundruð manna hópi þolenda myglusvepps á Facebook. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, staðfestir að þessi staða leigjenda sé mjög algeng og að hann hafi margar dæmisögur á borði sínu. Hann segir vissulega standa í leigulögum að leiguíbúðir skuli vera í góðu ástandi en að það skorti allt eftirlit. „Leigjendur eiga að geta leitað til byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags eða heilbrigðiseftirlitsins en það hefur verið mikil tregða þar til að koma og taka út íbúðir. Menn hafa vísað þessu frá sér og bent á meindýraeyði.“Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri LeigjendasamtakannaEf húsnæðið er dæmt óíbúðarhæft eða tafarlausra úrbóta krafist af eftirlitinu þá skal leigusali skaffa leigutaka sambærilegt húsnæði á meðan úrbótum stendur. „Það er mjög sjaldgæft að þetta fari þann veg,“ segir Hólmsteinn. „Þar af leiðandi er leigutaki réttindalaus og þarf að yfirgefa íbúðina, oft með þriggja mánaða uppsagnarfresti þrátt fyrir að alvarleg veikindi hrjái hann vegna íbúðarinnar. Mörg dæmi eru um að leigusali sparsli svo veggi, pússi og máli og leigi næstu manneskju án þess að láta vita af myglusveppnum.“ Hólmsteinn segir að eftirlit þyrfti að vera reglugerðarbundið og úttektarskylda á íbúðum í útleigu. „Við höfum talað fyrir því í mörg ár. Það vantar leiguvakt sem myndi sinna þessu hlutverki – sem kæmi málum í farveg og gæt fylgst með ástandi leigumarkaðarins.“ Ekki eru margir sem höfða einkamál vegna þessara mála enda kostar það háar fjárhæðir. Hólmsteinn segir vanta opinbert vald sem hægt væri að leita til. „Það er hægt að leita til kærunefndar húsnæðismála en í svona sveppamálum er sönnunarbyrðin ansi stór og dýrt að kalla til sérfræðinga. Jafnvel þótt niðurstaðan yrði jákvæð fyrir leigutaka þá er það ekki bindandi álit.“ Hólmsteinn segir þetta afar útbreitt vandamál á Íslandi og ef sömu kröfur giltu hér og í Noregi og Svíþjóð til að mynda þá þyrfti að loka um það bil þriðjungi leigumarkaðarins. „Heilsufarslega er þetta gríðarlega alvarlegt mál en það er einhver afneitun í gangi. Hér á landi hefur aldrei þótt tiltökumál þótt það sé fúkkalykt í húsnæði en staðreyndin er sú að fúkkalykt er ávísun á að það sé raki einhvers staðar.“ Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Fjölmargir leigjendur sem hafa lent í myglusvepp í leiguíbúð sinni hafa þá sögu að segja að leigusali geri ekkert í málinu og að réttindi þeirra séu lítil sem engin. Einnig að leigusalar haldi áfram að leigja út íbúðina, eftir að fyrri leigjendur segja upp leigunni vegna vandans, án þess að bregðast við sveppnum eða láta nýja leigjendur vita af honum. Fréttablaðið hefur talað við nokkra leigjendur sem hafa þessa sögu að segja og eru hluti af fimm hundruð manna hópi þolenda myglusvepps á Facebook. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, staðfestir að þessi staða leigjenda sé mjög algeng og að hann hafi margar dæmisögur á borði sínu. Hann segir vissulega standa í leigulögum að leiguíbúðir skuli vera í góðu ástandi en að það skorti allt eftirlit. „Leigjendur eiga að geta leitað til byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags eða heilbrigðiseftirlitsins en það hefur verið mikil tregða þar til að koma og taka út íbúðir. Menn hafa vísað þessu frá sér og bent á meindýraeyði.“Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri LeigjendasamtakannaEf húsnæðið er dæmt óíbúðarhæft eða tafarlausra úrbóta krafist af eftirlitinu þá skal leigusali skaffa leigutaka sambærilegt húsnæði á meðan úrbótum stendur. „Það er mjög sjaldgæft að þetta fari þann veg,“ segir Hólmsteinn. „Þar af leiðandi er leigutaki réttindalaus og þarf að yfirgefa íbúðina, oft með þriggja mánaða uppsagnarfresti þrátt fyrir að alvarleg veikindi hrjái hann vegna íbúðarinnar. Mörg dæmi eru um að leigusali sparsli svo veggi, pússi og máli og leigi næstu manneskju án þess að láta vita af myglusveppnum.“ Hólmsteinn segir að eftirlit þyrfti að vera reglugerðarbundið og úttektarskylda á íbúðum í útleigu. „Við höfum talað fyrir því í mörg ár. Það vantar leiguvakt sem myndi sinna þessu hlutverki – sem kæmi málum í farveg og gæt fylgst með ástandi leigumarkaðarins.“ Ekki eru margir sem höfða einkamál vegna þessara mála enda kostar það háar fjárhæðir. Hólmsteinn segir vanta opinbert vald sem hægt væri að leita til. „Það er hægt að leita til kærunefndar húsnæðismála en í svona sveppamálum er sönnunarbyrðin ansi stór og dýrt að kalla til sérfræðinga. Jafnvel þótt niðurstaðan yrði jákvæð fyrir leigutaka þá er það ekki bindandi álit.“ Hólmsteinn segir þetta afar útbreitt vandamál á Íslandi og ef sömu kröfur giltu hér og í Noregi og Svíþjóð til að mynda þá þyrfti að loka um það bil þriðjungi leigumarkaðarins. „Heilsufarslega er þetta gríðarlega alvarlegt mál en það er einhver afneitun í gangi. Hér á landi hefur aldrei þótt tiltökumál þótt það sé fúkkalykt í húsnæði en staðreyndin er sú að fúkkalykt er ávísun á að það sé raki einhvers staðar.“
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira