Innlent

Ráðist á forstjóra Samgöngustofu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þórólfur Árnason er fyrrverandi borgarstjóri og starfar nú sem forstjóri Samgöngustofu.
Þórólfur Árnason er fyrrverandi borgarstjóri og starfar nú sem forstjóri Samgöngustofu. Vísir/Stefán/Anton Brink
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu og fyrrum borgarstjóri, sást í dag hlaupa undan mjög reiðum manni fyrir utan Samgöngustofu í Ármúla.

Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ráðist hefði verið á starfsmann stofnunarinnar  með hótunum en DV greindi fyrst frá því að um forstjórann sjálfan var að ræða.

Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan 16:14 og var maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Ekki liggur fyrir hvort hann var undir áhrifum eða ekki.

Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því þar sem hún gæti ekki rætt mál sem snertu einstaka viðskiptavini stofnunarinnar.

Ekki náðist í Þórólf við vinnslu fréttarinnar en á vef DV kemur fram að hann hafi leitað sér aðhlynningar á sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×